Andvari - 01.06.1964, Blaðsíða 24
22
SVEND KRAGH-JACOBSEN
ANDVARI
lega hjónasldlnaðarleikrit hafði Guðmundur Kamban reyndar samiÖ upp úr
æskuverki sínu „Arabísku tjöldunum", sem hafði haft lánið með sér á frumsýn-
ingu hin frægu leikár í Dagmarleikhúsinu 1919—1922. Anna Borg lék hlutverkið,
sem Bodil Ipsen hafði leikið á Dagmarleikhúsinu 1921, heimasætuna Sigþrúði,
sem að lokum sannfærir föður sinn um, að hún verði að yfirgefa mann sinn
til að veita öðrum meiri hamingju, þar sem hann á sinni tíð hafði búið með
konu sinni, af því að hann fann, að hann gat bjargaÖ meiru með því að vera
kyrr. Sigþrúður Onnu Borg féll fallega inn í leikinn með manneskjulegri hrein-
skilni og grandvarleik, sem ljómaði af heiðarlegum kvenleika og skýrði til
fullnustu skilnað hennar, sem varð eðlilegur konu eins og Sigþrúði. Síðast á
leikárinu var hún aftur hin blíða og ljúfa Katrín Mánadóttir í „Gustaf Wasa“
eftir August Strindberg, sem reyndar gekk ekki vel á Kóngsins Nýjatorgi.
Næsta leikár færði Önnu Borg fimmta Oehlenschlager-hlutverk hennar,
eitt af smærri hlutverkunum, og enn var það rómantísk ungfrú. Hún lék
Maríu í „Jónsmessuleik" og gæddi ungu borgaradótturina munarfullu fasi
sínu og beykiskógarstemningu, sem nauðsynlegt er í þessum leik í skógar-
lundinum. Mogens Wieth, kornungur, lék á móti henni ldutverk Lúðvíks í
hrifningaratriðinu við Pílkristínarkeldu. En nú kom hlutverk, sem var marg-
falt meira virði fyrir hana, rétt eftir nýárið, þegar Olof Molander flutti frábæra
uppfærslu sína á „Draumleik" Strindbergs frá Dramaten í Stokkhólmi til Kon-
unglega leikhússins í Kaupmannahöfn. Þetta var merkasti atburður leikársins.
Það gerðist, sem sjaldgæft er, að ekkert af stóru karlhlutverkunum þremur, —
lögfræðingurinn, liðsforinginn, skáldið, — varð ríkjandi eins og vant er að vera,
heldur dóttir guÖsins, sem Anna Borg lék. Sænski leikhússtjórinn hafði skapað
leiknum óvenju sterkan heildarblæ, sem sýndi meistaralega fjölmörg tilbrigði
í þróttmesta leikhúsverki Strindbergs, en upp úr þessari einingu og heild steig
dóttir Indra á réttan hátt. Hið sjaldgæfa, það atriði, sem oft hafði skipað Önnu
Borg í frægðarsess, en gat einnig skapað fjarlægð milli hennar og mótleikar-
anna, var hér líka jákvætt fyrir persónusköpun hinnar goðsendu, jómfrúmóður-
ina, sem lifir og finnur til með öllu lifandi. Hreinleikinn, fegurðin, heiðar-
leikinn, — allt, sem við þekktum, — sameinast hér í stærri heild og sniði en
jarðnesku verurnar umhverfis hana með þrætur sínar og stríð, metnað og þrár.
í þessari dóttur Indra átti ástúðin þann guðdómsmátt, sem engin hefur annars
getað gætt hlutverkið. Og framsögn hennar kom til vor sem frá öðrum heirni,
þróttmikil, hlý og stórfengleg. Jafnvel þessi orð, sem er svo hættulega oft vitnað
í, „Eg kenni í hrjósti um manneskjurnar", fengu í rnunni hennar sérkennilegan,
fagran hljóm. Fyrir list Önnu Borg varð dóttir Indra sönnun um aukinn
persónuleika hennar og varðveizlu þess innileika, sem hafði heillað oss, þegar