Andvari - 01.06.1964, Blaðsíða 6
4
SVEND KRAGII-JACOBSEN
ANDVARI
og skjótan frama fyrstu tíu árin, er hún iðkaði listina við Kóngsins Nýjatorg,
og hún sigraðist á þreytandi umskiptum þeirra ára, sem hún var án fastrar
atvinnu. Hún kom aftur að Konunglega leikhúsinu eftir erfið sjúkdómsár,
barðist fyrir sæti sínu og vann það á ný. Hún fann sér nýtt athafnasvið sem
leikstjóri. Hún varð kennari í óperuskóla Konunglega leikhússins, og síðast,
er við sáum hana í Kaupmannahöfn í hlutverki Beru drottningar í „Hagbarth
og Signe“ eftir Adam Oehlenschláger, fundum við enn hreinleika tilfinning-
anna og skapstyrkinn, þetta tvennt, sem ætíð einkenndi Onnu Borg. Engin
leikkona á dönsku leiksviði hefur á vorri öld sýnt oss með slíkum þrótti sem
hún, hvað þessir eiginleikar tákna. Eg liel' verið svo heppinn að fylgjast með
henni frá fyrsta hlutverki og séð þau nálega öll á þroskabraut hennar. Eftir-
farandi yfirlit um frama hennar á dönsku leiksviði ætti í heild að sýna, hvað
vér misstum, þegar Anna Borg dó, og hversu mikið vér eigurn henni að þakka
— og geyma það í huga sem minningar um háleita, auðgandi list.
* :!=
Anna Borgþórsdóttir var skírnarnafn dóttur Borgþórs Jósefssonar hæjar-
gjaldkera. Hún fæddist 30. júlí 1903 í Reykjavík. I gamni og alvöru hefur
hún sjálf sagt frá hamingjusömum bernskuárum á þessu barnmarga heimili,
þar sem hún ólst upp með þrem systrum og tveim hræðrum í óvenjulega sam-
stilltri og samhentri fjölskyldu, eins og glöggt kemur í Ijós af orðum bróður
hennar, Oskars Borg, þegar þau fimm, sem eftir lifðu af þessum systkinum,
hittust í fyrsta sinn á ný 1946 eftir langan aðskilnað styrjaldar- og hernáms-
áranna. I samtalinu spurði Anna: „Minnizt þið þess, að okkur systkinunum
hafi nokkurn tíma sinnazt?“ Oskar leit þá undrandi á systur sína og sagði:
„Nei — en því þá það?“
Móðirin, Stefanía Guðmundsdóttir, var leikkona af guðs náð. Kunnáttu-
menn um leiklist þeirra tíma hafa borið það vitni, að nafn hennar mundi standa
nteðal hinna fremstu í leiklistinni, hefði hún talað heimsmál. „Meiri hæfileikar
og hreinni eru ekki til,“ svo hljóðar afdráttarlaus dómur leikritaskáldsins Einars
Kvarans um hana, þegar hann — sem lengi var búsettur erlendis — sá hana í
Reykjavík. Hæfileikar hennar þróuðust frá æskuárum með undraverðri fjöl-
breytni og við erfiðustu skilyrði. Leikhús réð úrslitum í lífi Borgarfjölskyldunn-
ar. Öllum systkinunum var gefið nafnið Borg — „fyrir tíu krónur,“ stendur í
minnisblöðunum — þegar eldri sonurinn í fjölskyldunni fór til Kaupmanna-
hafnar til að stunda lögfræði. „Það var þægilegra og hagkvæmara, þegar við áttum
að fara út í heiminn," skrifar Anna.