Andvari - 01.06.1964, Blaðsíða 34
BIRGIR THORLACIUS:
Fáni íslands og skjaldarmerki
i.
Skjaldarmcrki Islands á sér miklu eldri
sögu en fáninn, en framan af var lítill
munur gerður á merki og fána, eftir að
fánamálið komst á dagskrá.
Frá aldaöðli virðast ýmis tákn eða merki
til aðgreiningar hafa verið notuð af ætt-
flokkum, fjölskyldum, ættarhöfðingjum
og þjóðum. Grísk og rómversk skáld lýsa
merkjum, er höfðingjar mörkuðu á skildi
sína, og á fornum kerum finnast mótaðir
skildir með merkjum. Þróun hinna eigin-
legu skjaldarmerkja verður þó einkum á
krossferðatímunum á 12.—13. öld. Hin
öra útbreiðsla þessa siðar um Evrópu,
fyrst í Frakklandi og Þýzkalandi, þá í
Bretlandi og víðar, sýnir að skjaldarmerk-
in hafa bætt úr nokkurri þörf. Slík merki,
sem einnig voru notuð í innsiglum, hafa
verið hagkvæm bæði við samningagerðir
og í hernaði, auk þess sem þau töluðu til
skrautgirni manna og sundurgerðar. Mis-
notkun innsigla og skjaldarmerkja, þ. e.
notkun innsigla og skjaldarmerkja, sem
menn höfðu ekki rétt til að nota, var farið
með sem svik og fals. I hernaði þessara tíma
líktust riddarar í fullum herklæðum hver
öðrum svo mjög, að erfitt var að þekkja
vin frá óvini, en merkin á skjöldum
þeirra og hjálmum sýndu hverjir þar fóru.
Um gerð skjaldarmerkja og litaval þróuð-
ust ákveðnar meginreglur. Meðal algengra
merkja á skjöldum var kross, örn og ljón,
og höfuðlitirnir voru sjö: gull eða gult,
silfur eða hvítt, rautt, purpurarautt, hlátt,
svart og grænt. Þeir, sem slegnir voru til
riddara, svo sem á krossferðatímunum og
síðar, fengu eða tóku sér ákveðin skjald-
armerki, sem síðar urðu ættarmerki og
gengu í arf. Þegar höfðingjar með ættar-
skjaldarmerki brutust til ríkis, urðu merki
þeirra skjaldarmerki alls ríkisins. Enginn
veit nú, hvernig það merki var, sem Há-
kon konungur fékk Gissuri jarli 1258. En
nokkrir íslenzkir höfðingjar fengu skjald-
armerki, sem þeir og niðjar þeirra notuðu
síðan um lengri eða skemmri tíma. Borgir
og félög, svo sem verzlunarfélög, höfðu oft
sérstök mcrki og innsigli. Hamborgar-
kaupmenn (íslandsfarafélagið) hafði þorsk
í innsigli sínu um 1500 og einnig þýzka
(lýbikska) verzlunarfélagið í Bergen um
1415. Flörmangarar í Kaupmannahöfn
höfðu þorsk í búðarmerki sínu, en þeir
höfðu íslandsverzlunina á leigu 1742—
1752.
Eigi er vitað, hvernig eða hvenær þorsk-
urinn, stundum óflattur og stundum flatt-
ur, varð merki Islands og komst í danska
ríkisskjaldarmerkið. En mynd af flöttum
þorski finnst á spássíu -í íslenzkri skinn-
hók frá því um 1360.1) Árið 1550 sendi
Kristján 111. Danakonungur innsigli til
Islands með Lárenzíuz Mule, hirðstjóra,
og fylgdi því bréf, dagsett 28. janúar það
ár, þar sem konungur þakkar íslending-
um trúa fylgd í siðskiptamálinu. Er kveð-
ið svo á í bréfinu, að 6—8 valinkunnir
1) Stokkhólmsbók, nr. 5, fol.