Andvari - 01.06.1964, Blaðsíða 74
72
SVERRIR KRISTJÁNSSON
ANDVARI
boðið hafi komið fram — og þessu verður
ekki haldið leyndu — hafa mjög óheppileg
áhrif á hina íslenzku íbúa, og í enn annan
stað bætist það, að með því að leggja fram
slíkt tilboð, muni athygli annarra ríkja á
þessu landi vakna og kannski örva þá löng-
un, sem eitt ríki eða annað fengi til þess
að eignast þetta land....
Fjármálaráðherrann kvaðst í öllum atrið-
um vilja lýsa því yfir, að hann væri alger-
lega samþykkur uppkasti orðsendingarinnar.
Hann neitaði því ekki, að hann gæti ekki
annað en talið mikilvæg þau rök, er innan-
ríkisráðherrann hefði sett fram varðandi ís-
land, að tilboðið um afhendingu þessa lands-
hluta, þótt ekki yrði til neins, myndi hafa
óheppileg áhrif á íslenzku íbúana; en gagn-
vart þessu mætti heldur ekki gleyma því, að
þetta tilboð muni sýna dönsku þjóðinni, hve
rnikið ríkisstjórnin legði á sig til þess að
verða við hinni djúpstæðu ósk þjóðarinnar
um að halda Norðurslesvík. .. .
Dómsmálaráðherrann gat þess, að hann
teldi varhugaverðast tilboðið um að afhenda
ísland, og að hann, ef spursmálið um slíka
afhendingu lægi í raun og veru fyrir, mundi
vera í mesta vafa um að greiða því atkvæði
sitt; en eins og málið væri þessa stundina,
álítur hann það tilboð, sem hér er lagt fram,
í hæsta lagi sem skákbragð og í því efni sé
það aðeins hugsanlegur möguleiki að það
beri nokkurn árangur....
Ráðherra hertogadæmisins Slesvíhur:
Hann gat þess þvínæst, að án efa sé það
skylda stjórnarinnar að reyna við friðar-
samningana að endurheimta eins mikið og
unnt er af því, sem tapazt hefur, og hann
taldi það því algerlega rétt að farið, að í því
efni yrði lagt fram tilboð urn að láta af hendi
hinar vesturindísku nýlendur; en hins veg-
ar fannst honum það alltof mikil fórn að
láta af hendi hjálendu sem ísland, sérstak-
lega þegar færa skyldi hinu danska þjóð-
erni í Slesvík slíka fórn, því að hinir dansk-
lunduðu íbúar Slesvíkur væru alls ekki
danskir í þeirn skilningi, að þeir teldu sig
sameinaða konungsríkinu, enda hafi það
komið í ljós í þeim mörgu tilraunum sem
gerðar hafa verið árum saman til að koma
á nánara samruna hinnar dönsku Slesvíkur
og konungsríkisins. En svo sem ráða má af
uppkasti því til orðsendingar, sem hér ligg-
ur fyrir, þá er þetta tilboð, sem lagt er fram
um að láta ísland af hendi, aðeins tilraun,
og að því leyti er málið ekki eins varhuga-
vert, en að öðru leyti vildi hann ekki láta
í ljós neina skoðun á því, hvort það kynni
þegar að vera hættulegt að bera fram slíkt
tilboð.
Hans Hátign konungurinn gat þess, að
Hátignin hallist helzt að þeirri skoðun, að
það sé réttast, að þess verði alls ekki getið
í orðsendingunni, að maður gæti verið til-
leiðanlegur til að láta ísland af hendi. Ef
drepið skyldi á þetta yrði að minnsta kosti
að gæta ýtrustu varkárni.
Utanríkisráðherrann: Að því er ísland
varðaði, þá væri utanríkisráðherrann sann-
færður um, að það mundi ekkert stoða að
bjóðast til að láta þetta land af hendi. En
hann álítur þó, að skylt sé að reyna það, og
hann getur sérstaklega ekki látið það álit
liggja í láginni, að þar sem orðsendingin
muni síðar verða lögð fyrir Ríkisráðið, muni
það auðvelda samskipti ríkisstjórnarinnar og
þeirrar samkomu, sem nú samkvæmt stjórn-
arskránni hafi vald til að samþykkja friðar-
samninginn eða hafna honum, er það sjáist,
að stjórnin hafi ekki verið ófús til að kaupa
hinn danska hluta Slesvíkur því verði að
láta ísland af hendi. Elann telur þetta
sjónarmið mikilvægt og hyggur því að skylt
sé að reyna þetta og setja það í vald hinna
konunglegu fulltrúa að þreifa fyrir sér i
þessa átt; tilgangurinn, sem fólginn er í þessu
efni í uppkasti því, sem fyrir liggur, er að-
eins sá að þreifa fyrir sér, og þetta skal gert
með hinum leyndasta hætti. Hann skyldi
með tilliti til þessa gjarna leitast við að
leggja meiri áherzlu á orðalag UDpkasfsins
þannig, að í enn ríkara rnæli verði lagt brýnt
á við þá að gæta bins ýtrasta trúnaðar.
Innanríkisráðherrann gat þess, að livort
sem brýndur væri fyrir mönnum fyllsta
leynd, muni það þó, er orðsendingin verður
síðar lögð fyrir Ríkisráðið, vitnast á íslandi,
að menn hafi viljað láta ísland af hendi og
hann vildi því mælast til þess, hvort ekki
væri hægt að sleppa öllum kaflanum um
ísland úr orðsendingunni, en setja hann