Andvari

Árgangur

Andvari - 01.06.1964, Blaðsíða 120

Andvari - 01.06.1964, Blaðsíða 120
VAGN B0RGE: Leikrit Guðmundar Kamban Önnur grein. 1. KONUNGSGLÍMAN. Guðmundur Kamban fæddist á Álfta- nesi í nágrenni Reykjavíkur 1888. FaSir hans var kaupmaður. í skáldsögunni Ragnar Finnsson lýsir skáldið ýmsu frá uppvaxtarárum sínum á íslandi og há- skólaárunum í Kaupmannahöfn, en þar lagÖi hann stund á bókmenntir og heim- speki á tímabilinu 1910—1914. Hann fór til Bandaríkjanna 1915 og dvaldist þar til 1917. í Bandaríkjunum mun hann m. a. hafa kynnt sér amerísk fangelsi. Því næst snýr hann til Danmerkur og starfar sem leikstjóri við Dagmarleikhúsið (1920 —21), Folketeatret (1922—24) og Kon- unglega leikhúsið (1931—33). Flann gisti síðan London, París og Berlín og freistaÖi þess að verða sá víðfrægi heimsborgari og listamaður, sem hann hafði dreymt um; og það hefði liann getaÖ orðið, ef stjórn- málaástandið í Evrópu hefði ekki komið í veg fyrir það. Með leikritunum Konungsglíman (1913), Marmara (1918) og Vér morð- ingjar (1919), sem tekin verða til með- ferðar í eftirfarandi grein, tókst honum með harðri baráttu að efna þau loforð, sem hann hafði gefiÖ með frumsmíðinni, Ilöddu Pöddu. Kamban öðlast viðurkcnningu og vinn- ur sér virðingu sem listamaður, en hon- um heppnast samt ekki að verða höfund- ur verka, sem sífellt eru tekin til flutn- ings, eins og hann hafði kosið, og sem leikstjóri nær hann, þrátt fyrir sigra sína, vart föstum sessi í leikhúsheiminum. LIiS dula geð hans og fólgna hlýja, sem vinir hans einir þekktu, og duttlungar hans og hvassyrÖi gerðu það að verkum, að hann var álitinn erfiður viðskiptis, fráhrindandi og hrokafullur, skáld, sem frekar væri hægt að virða en unna. Hversu rangur og yfirborðslegur þessi dórnur var, skilja þeir bezt, sem þekktu hann af eiginreynd, og hinir, sem lesa sjálfsævisögukaflana í verkum hans, því þar birtist tilfinninga- næmi og hreinlyndi. Sem barn vildi hann vera góður, sem drengur, unglingur og fullorÖinn maður var hann djúpt særður af hörku og hugsunarleysi mannanna. Af þeim grunni rísa hinar átakanlegu fang- elsislýsingar í Ragnari Finnssyni. Kamb- an þráði alúð, skilning og viðurkenningu og mun eflaust hafa verið haldinn meini minnimáttarkenndarinnar. Hann var efni í mikinn rithöfund og leikhúsmann á heimsmælikvarða, en auðnaðist þó ekki að sjá drauma sina rætast; orsakarinnar er m. a. að leita í þeim hömlum, sem eiga sér rót í vitund fslendingsins: hann veit sig kominn af lítilli þjóð, sem þó fóstrar menningu og elur með sér þrá til lista á borð við stórþjóðir. Við lestur skáldsagna Kambans, Ragn- ars Finnssonar og Þrítugustu kynslóðar- innar, finnur maður aftur og aftur hina heitu ást skáldsins á ættjörðinni og út- þrána, löngunina burt frá Sögueynni. í
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132
Blaðsíða 133
Blaðsíða 134
Blaðsíða 135
Blaðsíða 136
Blaðsíða 137
Blaðsíða 138
Blaðsíða 139
Blaðsíða 140
Blaðsíða 141
Blaðsíða 142
Blaðsíða 143
Blaðsíða 144

x

Andvari

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Andvari
https://timarit.is/publication/346

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.