Andvari - 01.06.1964, Page 120
VAGN B0RGE:
Leikrit Guðmundar Kamban
Önnur grein.
1. KONUNGSGLÍMAN.
Guðmundur Kamban fæddist á Álfta-
nesi í nágrenni Reykjavíkur 1888. FaSir
hans var kaupmaður. í skáldsögunni
Ragnar Finnsson lýsir skáldið ýmsu frá
uppvaxtarárum sínum á íslandi og há-
skólaárunum í Kaupmannahöfn, en þar
lagÖi hann stund á bókmenntir og heim-
speki á tímabilinu 1910—1914. Hann fór
til Bandaríkjanna 1915 og dvaldist þar
til 1917. í Bandaríkjunum mun hann m.
a. hafa kynnt sér amerísk fangelsi. Því
næst snýr hann til Danmerkur og starfar
sem leikstjóri við Dagmarleikhúsið (1920
—21), Folketeatret (1922—24) og Kon-
unglega leikhúsið (1931—33). Flann gisti
síðan London, París og Berlín og freistaÖi
þess að verða sá víðfrægi heimsborgari og
listamaður, sem hann hafði dreymt um;
og það hefði liann getaÖ orðið, ef stjórn-
málaástandið í Evrópu hefði ekki komið
í veg fyrir það.
Með leikritunum Konungsglíman
(1913), Marmara (1918) og Vér morð-
ingjar (1919), sem tekin verða til með-
ferðar í eftirfarandi grein, tókst honum
með harðri baráttu að efna þau loforð,
sem hann hafði gefiÖ með frumsmíðinni,
Ilöddu Pöddu.
Kamban öðlast viðurkcnningu og vinn-
ur sér virðingu sem listamaður, en hon-
um heppnast samt ekki að verða höfund-
ur verka, sem sífellt eru tekin til flutn-
ings, eins og hann hafði kosið, og sem
leikstjóri nær hann, þrátt fyrir sigra sína,
vart föstum sessi í leikhúsheiminum. LIiS
dula geð hans og fólgna hlýja, sem vinir
hans einir þekktu, og duttlungar hans og
hvassyrÖi gerðu það að verkum, að hann
var álitinn erfiður viðskiptis, fráhrindandi
og hrokafullur, skáld, sem frekar væri
hægt að virða en unna. Hversu rangur og
yfirborðslegur þessi dórnur var, skilja þeir
bezt, sem þekktu hann af eiginreynd, og
hinir, sem lesa sjálfsævisögukaflana í
verkum hans, því þar birtist tilfinninga-
næmi og hreinlyndi. Sem barn vildi hann
vera góður, sem drengur, unglingur og
fullorÖinn maður var hann djúpt særður
af hörku og hugsunarleysi mannanna. Af
þeim grunni rísa hinar átakanlegu fang-
elsislýsingar í Ragnari Finnssyni. Kamb-
an þráði alúð, skilning og viðurkenningu
og mun eflaust hafa verið haldinn meini
minnimáttarkenndarinnar. Hann var efni
í mikinn rithöfund og leikhúsmann á
heimsmælikvarða, en auðnaðist þó ekki
að sjá drauma sina rætast; orsakarinnar
er m. a. að leita í þeim hömlum, sem eiga
sér rót í vitund fslendingsins: hann veit
sig kominn af lítilli þjóð, sem þó fóstrar
menningu og elur með sér þrá til lista á
borð við stórþjóðir.
Við lestur skáldsagna Kambans, Ragn-
ars Finnssonar og Þrítugustu kynslóðar-
innar, finnur maður aftur og aftur hina
heitu ást skáldsins á ættjörðinni og út-
þrána, löngunina burt frá Sögueynni. í