Andvari - 01.06.1964, Blaðsíða 28
26
SVEND KRAGH-JACOBSEN
ANDVARI
æfingarnar náði hámarki á lokaæfingunni, þegar Bretar sprengdu upp Shell-
liúsið, og þar nreð sá ógæfuatburður í sambandi við sprengjukastið, að varpað
var sprengjum á hverfi í Kaupmannahöfn, þar sem franski skólinn eyðilagðist
og mörg börn fórust. Frumsýningin ber enn merki taugaáreynslu, en gæfan
fylgir sýningunni, þar sem frelsisboðskapurinn berst til Danmerkur um enska
útvarpið, meðan sýning stendur yfir á harmleik Oehlenschlagers 4. maí 1945.
Þegar „Kjartan og Guðrún“ var tekið til sýningar aftur á tvö hundruð ára
afmælishátíð Konunglega leikhússins í desember 1948, stendur Guðrún Onnu
Borg sem tignasta harmleikshlutverk hinna miklu hátíðaleiksýninga. Hér er
fullkomið jafnvægi í sundurleitu tilfinningalifi kvenhetjunnar, og sjálf er hún
í nánari tengslum við hina miklu erfð Oehlenschláger-leikja en nokkurri annarri
leikkonu hefur auðnazt í Danmörku eftir stríð.
* *
Við lok stríðsins er viðburðaríkum kafla lokið í lífi Önnu Borg. Heima
hjá sér hefur hún óttazt um mann sinn og synina tvo, Stefán og Þorstein, sem
hún og Poul Reumert hafa eignazt saman. En hún gengur hugrökk til starfa
eftir stríðið, og á sýningum sem Agnete í „Álfhól" strax í júníbyrjun 1945
lifir hún það, að Kristján konungur situr í fyrsta sinn aftur í stúku sinni, og
frelsishetjur og hermenn bandamanna eru í leikhúsinu. Hún sýnir þessa merkis-
daga, að rómantísk fegurð hennar, göfgi og skáldlegur bragur hefur í engu bilað
við raunir vondra tíma.
Upphafssýningin fyrsta septemher 1945 er um leið minningarsýning um
Kaj Munk. „Niels Ebbesen" stendur á auglýsingaspjöldunum, verkið, sem
hann sjálfur las upp, þrátt fyrir bann, sem varð til þess, að nazistamir myrtu
hann til hefnda fyrir ögrandi framkomu hans. Anna Borg er á oddinum í þess-
um leik sem frú Geirþrúður, kona Níelsar, persóna, sem hún á auðvelt með að
gefa sitt eigið skap. Hún á styrkleikann, rósemina, undirgefnina og efann fyrir
þessa hreinu og beinu persónu, nýtt afbrigði af manngerð, sem liggur beint við
hæfileikum hennar, en sýnt með nýrri alvöru og þroska. Þetta tekst henni
einnig að sameina með sinni mildu hlýju, þegar liún tekur við hlutverki
Gabriellu Langevin í „Ósigrinum" eftir Nordald Grieg eftir að ekkja norska
skáldsins, Gerd Grieg, hafði farið með lilutverkið sem gestur fyrstu kvöldin.
Hlutverkið varð þó stærra í höndum Önnu Borg og túlkað af meiri hita en hjá
norska gestinum, er var enn of skammt frá sinni örlagastundu til að ráða yfir
þeirri stillingu, sem er einnig hluti af hugarfari Gabriellu. Lítið hlutverk þjón-
ustustúlkunnar Ragnhildar í „Flækningnum" eftir Vilhelm Moberg varð aftur