Andvari - 01.06.1964, Blaðsíða 44
42
BIRGIR THORLACIUS
ANDVARl
hinsvegar af annarri gerð. Þó hafði
utanríkisráðherra Grikkja, G. Streit, látið
þess getið bréflega, að Grikkir hefðu fyrir
sitt leyti ekkert við það að athuga, að
bláhvíti fáninn yrði löggiltur sem fáni ís-
lands. Leitaði ráðherra nú, að beiÖni fána-
nefndar, áJits Danakonungs á því, hvort
hann myndi vilja löggilda bláhvíta fán-
ann. Svar konungs var neitandi, þar cð
fáninn líktist um of fána Grikkjakonungs.
Vegna þessarar andstöðu konungs hætti
nefndin við að gera tillögu um bláhvíta
fánann. Einnig var álitið, eftir atliugun,
sem skólastjóri Stýrimannaskólans fram-
kvæmdi, að slíkur fáni kynni í miður
góðu skyggni á sjó að reynast of líkur
sænska fánanum, sem er gulur kross í
bláum feldi, eins og kunnugt er.
Fánanefndin skilaði tveimur tillögum
um liti fánans:
(1) að fáninn slvyldi vera heiðblár með
hvítum krossi og hárauðum krossi
innan í Jivíta krossinum, eða
(2) livítur með hciÖbláum krossi og
livítri og blárri rönd utan með
beggja vegna.
Segir nefndin í greinargerð sinni, að
vissa sé fyrir því, eins og ráðherra sé kunn-
ugt, að konungur muni staðfesta hvora
sem sé af þessum tveimur fánagerðum.
A fyrsta degi Alþingis 1914, 1. júlí,
gerði ráðherra, Hannes Hafstein, grein
fyrir hvað gerzt hefði í fánamálinu, og
Jét útbýta skýrslu fánanefndarinnar.1)
Lýsti ráðherra meinbugum, er á því væru,
að fá bláhvíta fánann staðfestan, en á
eindæmi hefði hann ekki talið fært að
gera tillögu til konungs um aðra gerð.
Hefði hann því skipað áðurgreinda nefnd
í málið. Ætlaðist ráðherra til, að málið
yrði rætt í sameinuðu þingi og a. m. k.
fyrst fyrir luktum dyrum, en Skúli Thor-
oddsen, Bjarni Jónsson frá Vogi, Bencdikt
1) Alþtíð. 1914, B, bls. 12, 36—59.
Sveinsson, Jón Jónsson, Björn Kristjáns-
son og Sigurður Eggerz báru hinn 3. júlí
fram í neðri deild tillögu til þingsályktun-
ar um að deildin kysi sjö manna nefnd
til þess að íhuga fánamálið og koma fram
með tillögur er að því lytu.1) Taldi fram-
sögumaður (Skúli Lhoroddsen), að fána-
málið væri íslenzkt löggjafarmál og
hefði síÖasta þing ætlazt til þess, að
ráðherra legði fram lagafrumvarp um
fánann, en eigi að viðhöfð yrði sú
aðferð, sem raun væri á orðin. Lagðist
Hannes Llafstein fast gegn samþykkt til-
lögunnar, en hún var eigi að síður sam-
þykkt með miklum meirihluta og nefndin
kjörin. Þó var málið rætt á lokuðum fundi
í sameinuÖu þingi eins og ráðherra ætlaÖ-
ist til. En í efri deild var einnig kosin
nefnd í málið, fimm manna, og samein-
uðust nefndirnar og komu sameiginlega
fram með nefndarálit og tillögu í samein-
uðu þingi.2) Nefndarmenn vildu nota
konungsúrskurðinn frá 22. nóv. 1913 til
þess að fá sérfána. Með því væri nokkuð
unnið, en engu tapað. Skúla Tlioroddsen
og Bjarna frá Vogi fannst þó of skammt
gengið. Kynni sérfáninn að draga úr
áhuga manna á fullgildum fána. Einnig
virtist þeim og fleirum, að málið liefði átt
að afgreiðast sem löggjafarmál eins og Al-
þingi hefði ætlazt til, en ekki með kon-
ungsúrskurÖi. Urn liti fánans voru menn
ekki sammála. Surnir vildu bláhvíta fán-
ann, aðrir bláhvíta fánann að viðbættri
stórri hvítri stjörnu í efra stangarreit, og
loks vildu sumir fána þann, sem fána-
nefndin gerði að aðaltillögu sinni—• hvít-
an kross í bláum feldi með rauðum krossi
í miÖju.
Fánanefndir neðri og efri deildar skil-
uðu sameiginlegri tillögu til þingsálykt-
unar um gerð fánans, þar sem mælt var
1) AlþtífS. 1914, A, bls. 112, 1253.
2) Alþtíð. 1914, A, bls. 676.
V