Andvari

Volume

Andvari - 01.06.1964, Page 44

Andvari - 01.06.1964, Page 44
42 BIRGIR THORLACIUS ANDVARl hinsvegar af annarri gerð. Þó hafði utanríkisráðherra Grikkja, G. Streit, látið þess getið bréflega, að Grikkir hefðu fyrir sitt leyti ekkert við það að athuga, að bláhvíti fáninn yrði löggiltur sem fáni ís- lands. Leitaði ráðherra nú, að beiÖni fána- nefndar, áJits Danakonungs á því, hvort hann myndi vilja löggilda bláhvíta fán- ann. Svar konungs var neitandi, þar cð fáninn líktist um of fána Grikkjakonungs. Vegna þessarar andstöðu konungs hætti nefndin við að gera tillögu um bláhvíta fánann. Einnig var álitið, eftir atliugun, sem skólastjóri Stýrimannaskólans fram- kvæmdi, að slíkur fáni kynni í miður góðu skyggni á sjó að reynast of líkur sænska fánanum, sem er gulur kross í bláum feldi, eins og kunnugt er. Fánanefndin skilaði tveimur tillögum um liti fánans: (1) að fáninn slvyldi vera heiðblár með hvítum krossi og hárauðum krossi innan í Jivíta krossinum, eða (2) livítur með hciÖbláum krossi og livítri og blárri rönd utan með beggja vegna. Segir nefndin í greinargerð sinni, að vissa sé fyrir því, eins og ráðherra sé kunn- ugt, að konungur muni staðfesta hvora sem sé af þessum tveimur fánagerðum. A fyrsta degi Alþingis 1914, 1. júlí, gerði ráðherra, Hannes Hafstein, grein fyrir hvað gerzt hefði í fánamálinu, og Jét útbýta skýrslu fánanefndarinnar.1) Lýsti ráðherra meinbugum, er á því væru, að fá bláhvíta fánann staðfestan, en á eindæmi hefði hann ekki talið fært að gera tillögu til konungs um aðra gerð. Hefði hann því skipað áðurgreinda nefnd í málið. Ætlaðist ráðherra til, að málið yrði rætt í sameinuðu þingi og a. m. k. fyrst fyrir luktum dyrum, en Skúli Thor- oddsen, Bjarni Jónsson frá Vogi, Bencdikt 1) Alþtíð. 1914, B, bls. 12, 36—59. Sveinsson, Jón Jónsson, Björn Kristjáns- son og Sigurður Eggerz báru hinn 3. júlí fram í neðri deild tillögu til þingsályktun- ar um að deildin kysi sjö manna nefnd til þess að íhuga fánamálið og koma fram með tillögur er að því lytu.1) Taldi fram- sögumaður (Skúli Lhoroddsen), að fána- málið væri íslenzkt löggjafarmál og hefði síÖasta þing ætlazt til þess, að ráðherra legði fram lagafrumvarp um fánann, en eigi að viðhöfð yrði sú aðferð, sem raun væri á orðin. Lagðist Hannes Llafstein fast gegn samþykkt til- lögunnar, en hún var eigi að síður sam- þykkt með miklum meirihluta og nefndin kjörin. Þó var málið rætt á lokuðum fundi í sameinuÖu þingi eins og ráðherra ætlaÖ- ist til. En í efri deild var einnig kosin nefnd í málið, fimm manna, og samein- uðust nefndirnar og komu sameiginlega fram með nefndarálit og tillögu í samein- uðu þingi.2) Nefndarmenn vildu nota konungsúrskurðinn frá 22. nóv. 1913 til þess að fá sérfána. Með því væri nokkuð unnið, en engu tapað. Skúla Tlioroddsen og Bjarna frá Vogi fannst þó of skammt gengið. Kynni sérfáninn að draga úr áhuga manna á fullgildum fána. Einnig virtist þeim og fleirum, að málið liefði átt að afgreiðast sem löggjafarmál eins og Al- þingi hefði ætlazt til, en ekki með kon- ungsúrskurÖi. Urn liti fánans voru menn ekki sammála. Surnir vildu bláhvíta fán- ann, aðrir bláhvíta fánann að viðbættri stórri hvítri stjörnu í efra stangarreit, og loks vildu sumir fána þann, sem fána- nefndin gerði að aðaltillögu sinni—• hvít- an kross í bláum feldi með rauðum krossi í miÖju. Fánanefndir neðri og efri deildar skil- uðu sameiginlegri tillögu til þingsálykt- unar um gerð fánans, þar sem mælt var 1) AlþtífS. 1914, A, bls. 112, 1253. 2) Alþtíð. 1914, A, bls. 676. V
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134
Page 135
Page 136
Page 137
Page 138
Page 139
Page 140
Page 141
Page 142
Page 143
Page 144

x

Andvari

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Andvari
https://timarit.is/publication/346

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.