Andvari - 01.06.1964, Blaðsíða 90
88
KRISTMUNDUR BJARNASON
ANDVARI
hlekkina. Loforði konungs um aukið frelsi var ákaft fagnað, og byltingar úti í
heimi hlutu að reka á eftir efndurn. En ýmsir valdamenn í Danmörku munu
ekki hafa litið svo á, og Slésvíkurdeilan varð ekki kröfum Islendinga til stuðnings.
Það er sannast sagna, að á byltingartímum er mönnum sjaldnast að fullu
Ijóst, hvað er að gerast. Frelsisöldumar vagga þjóðarskútunni, en enginn veit
fyrirfram um landtöku.
Frelsi er teygjanlegt hugtak, og bryddi skjótt á því hér, að skilningur rnanna
um það efni var liarla sundurleitur.
Skagfirðingar höfðu lengi verið óánægðir með amtmann sinn, Grírn Jóns-
son. Flann hafði fyrirskipað festuuppboð á klausturjörðum. Mæltist slíkt illa
fyrir. Og fleira var honum til foráttu fundið, sumt með réttu, annað með röngu.
Talinn var hann í miklum kærleikum við dönsk stjórnarvöld, en það var mikill
misskilningur, sem stafaði af ókunnugleika.
Vorið 1849, í maí, gerist sá fáheyrði atburður, að nokkrir tugir Skagfirð-
inga — ásamt nokkrum Öxn- og Hörgdælingum — riðu norður að Möðruvöll-
um, „fyrst til að ráðleggja og þvínæst biðja þann mann, sem hér nú færir þetta
embætti, að leggja það niður þegar í sumar með góðu, áður en verr fer,“ eins
og þetta er orðað í skjali því, sem fest var upp á grindurnar fyrir framan hús
amtmanns. Sökum nokkurra mistaka náðu þeir ekki svo fljótt sem vildu tali
af amtmanni, sem lá sjúkur og brá því ekki nógu skjótt við. Hálfum mánuði
síðar andaðist hann, og töldu ýmsir Skagfirðinga hafa flýtt fyrir dauða hans.
Þessi för vakti mikla ólgu um land allt og mæltist misjafnlega fyrir. En
Norðurreiðin var merkilegur þáttur í pólitískri baráttusögu þjóðarinnar. Hún
var fyrsta tilraun alþýðu um aldir til að reyna að fá embættismann til að segja
af sér. LTppreisnin í lærða skólanum 17. janúar 1850, Pereatið, fer í kjölfarið.
Hjá dönskum stjórnarvöldum vakti för þessi nreiri úlfaþyt en nokkurn Is-
lending mun hafa órað fyrir þá. Til hennar má sérstaklega rekja, að Dönum
þótti við þurfa að liafa hér her manns þjóðfundarárið. Trampe greifi hafði
erindisbréf út hingað, sem slík leynd ríkti um, að það var aldrei prentað. Var
það dagsett 16. maí 1850 og er bein afleiðing Norðurreiðar. Jón Sigurðsson og
Brynjólfur Pétursson munu aldrei bafa neitt um bréf þetta vitað, þó var sá
síðarnefndi forstjóri hinnar íslenzku stjórnardeildar. Þessa plaggs er fyrst getið
í hálfgildings leynibók, senr prentuð var sem bandrit ,,til nota ráðgjafa íslands“,
laust fyrir aldamótin síðustu.
Erindisbréf þetta bar með sér, að Trampe hefur hlotið alræðisvald hér.
Hann mátti hefta ferðafrelsi manna, víkja þeim úr embættum og skipa nýja í
þau og gera hverjar þær ráðstafanir, sem hann teldi þurfa til að halda uppi röð