Andvari

Árgangur

Andvari - 01.06.1964, Blaðsíða 57

Andvari - 01.06.1964, Blaðsíða 57
BJARNI BENEDIKTSSON: HJÁ YÖGGUNNI Móðirin heyrir barnið gráta inní herberginu. Hún bregður við eins og ævinlega þegar hún heyrir þetta dökka hljóð, og stendur jafnskjótt hjá vöggunni. Andlit barnsins hefur afskræmst af gráti í einu vetfangi. Hún hefur aldrei heyrt barn gráta eins og þennan dreng. Hún á við, að hún hafi aldrei séð þvílíkan grát. Því önnur börn gráta með ópi og kveinstöfum, en grátur þessa drengs er hálfkæft urr og ummyndun andlitsins og allrar veru hans. Það er grátur sem ekki gerir boð á undan sér, heldur brýst fram með fullum styrk í einni svipan. Henni stendur stuggur af þessum gráti, en ann drengnum þeim mun heitar. Hún hefur sýnt lækni, hvernig hann grætur. — Börn gráta allavegana, sagði læknirinn og yppti öxlum. Sterklegur grátur . . . verður einhverntíma maður úr þessum pilti, sagði hann og leit til móðurinnar með mannþekkingarsvip. Hún lyftir drengnum upp úr vöggunni, og það sljákkar í honum. Hún er nýbúin að skipta á honum, en hann er orðinn blautur eigi að síður. Hún tekur af honum bleyjurnar og smyr rauða nárana. Drengurinn skríkir við sem snöggvast. Hún vefur reifunum þétt um stutta skankana og þaninn belginn og festir seinast endana með sikkrisnælu. Hún lyftir honum og púar í hálsakotið á honum og leggur hann aftur niður í vögguna. Hún snýr sænginni við og ýtir henni niður með hliðunum og dumpar létt oná hana með lófanum. — Sofðu nú, vinur, segir hún, virðir hann fyrir sér stutta stund með áhyggjusvip og fer aftur fram í eldhúsið. Eftir andartak heyrir hún barnið gráta aftur inní herberginu. Hún hregður við, og stendur á samri stund hjá vöggunni. Andlit barnsins hefur afskræmst í einu vetfangi. — Ertu vcikur, drengurinn minn? spyr hún í þúsundasta sinn, og tekur hann í fang sér. Hann heldur áfram að gráta, undarlega kæiðum og grimmum gráti sem stígur upp úr hyldýpi þessa litla líkama og umhverfir andliti hans. Hún híar honum í fangi sér, en liann lætur sér ekki segjast. Ertu veikur, elsku drengurinn minn? segir hún, og geigurinn flæðir inn í brjóst hennar frá ókunnum upptökum. Hún veit hann er ekki svangur. Samt heldur hún á
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132
Blaðsíða 133
Blaðsíða 134
Blaðsíða 135
Blaðsíða 136
Blaðsíða 137
Blaðsíða 138
Blaðsíða 139
Blaðsíða 140
Blaðsíða 141
Blaðsíða 142
Blaðsíða 143
Blaðsíða 144

x

Andvari

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Andvari
https://timarit.is/publication/346

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.