Andvari

Årgang

Andvari - 01.06.1964, Side 34

Andvari - 01.06.1964, Side 34
BIRGIR THORLACIUS: Fáni íslands og skjaldarmerki i. Skjaldarmcrki Islands á sér miklu eldri sögu en fáninn, en framan af var lítill munur gerður á merki og fána, eftir að fánamálið komst á dagskrá. Frá aldaöðli virðast ýmis tákn eða merki til aðgreiningar hafa verið notuð af ætt- flokkum, fjölskyldum, ættarhöfðingjum og þjóðum. Grísk og rómversk skáld lýsa merkjum, er höfðingjar mörkuðu á skildi sína, og á fornum kerum finnast mótaðir skildir með merkjum. Þróun hinna eigin- legu skjaldarmerkja verður þó einkum á krossferðatímunum á 12.—13. öld. Hin öra útbreiðsla þessa siðar um Evrópu, fyrst í Frakklandi og Þýzkalandi, þá í Bretlandi og víðar, sýnir að skjaldarmerk- in hafa bætt úr nokkurri þörf. Slík merki, sem einnig voru notuð í innsiglum, hafa verið hagkvæm bæði við samningagerðir og í hernaði, auk þess sem þau töluðu til skrautgirni manna og sundurgerðar. Mis- notkun innsigla og skjaldarmerkja, þ. e. notkun innsigla og skjaldarmerkja, sem menn höfðu ekki rétt til að nota, var farið með sem svik og fals. I hernaði þessara tíma líktust riddarar í fullum herklæðum hver öðrum svo mjög, að erfitt var að þekkja vin frá óvini, en merkin á skjöldum þeirra og hjálmum sýndu hverjir þar fóru. Um gerð skjaldarmerkja og litaval þróuð- ust ákveðnar meginreglur. Meðal algengra merkja á skjöldum var kross, örn og ljón, og höfuðlitirnir voru sjö: gull eða gult, silfur eða hvítt, rautt, purpurarautt, hlátt, svart og grænt. Þeir, sem slegnir voru til riddara, svo sem á krossferðatímunum og síðar, fengu eða tóku sér ákveðin skjald- armerki, sem síðar urðu ættarmerki og gengu í arf. Þegar höfðingjar með ættar- skjaldarmerki brutust til ríkis, urðu merki þeirra skjaldarmerki alls ríkisins. Enginn veit nú, hvernig það merki var, sem Há- kon konungur fékk Gissuri jarli 1258. En nokkrir íslenzkir höfðingjar fengu skjald- armerki, sem þeir og niðjar þeirra notuðu síðan um lengri eða skemmri tíma. Borgir og félög, svo sem verzlunarfélög, höfðu oft sérstök mcrki og innsigli. Hamborgar- kaupmenn (íslandsfarafélagið) hafði þorsk í innsigli sínu um 1500 og einnig þýzka (lýbikska) verzlunarfélagið í Bergen um 1415. Flörmangarar í Kaupmannahöfn höfðu þorsk í búðarmerki sínu, en þeir höfðu íslandsverzlunina á leigu 1742— 1752. Eigi er vitað, hvernig eða hvenær þorsk- urinn, stundum óflattur og stundum flatt- ur, varð merki Islands og komst í danska ríkisskjaldarmerkið. En mynd af flöttum þorski finnst á spássíu -í íslenzkri skinn- hók frá því um 1360.1) Árið 1550 sendi Kristján 111. Danakonungur innsigli til Islands með Lárenzíuz Mule, hirðstjóra, og fylgdi því bréf, dagsett 28. janúar það ár, þar sem konungur þakkar íslending- um trúa fylgd í siðskiptamálinu. Er kveð- ið svo á í bréfinu, að 6—8 valinkunnir 1) Stokkhólmsbók, nr. 5, fol.
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132
Side 133
Side 134
Side 135
Side 136
Side 137
Side 138
Side 139
Side 140
Side 141
Side 142
Side 143
Side 144

x

Andvari

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Andvari
https://timarit.is/publication/346

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.