Andvari

Ukioqatigiit
Ataaseq assigiiaat ilaat

Andvari - 01.06.1964, Qupperneq 68

Andvari - 01.06.1964, Qupperneq 68
66 SVERRIR KRISTJÁNSSON ANDVARI Flensborg-Tönder. Danska stjórnin reynir hér senr sagt að fá þau landa- mæri, sem fulltrúar Prússa og Austur- ríkismanna böfðu boðið á Lundúna- ráðstefnunni í júní, en Danir höfðu þá hafnað. Andreas Frederik Krieger (1817— 1893) hefur maður heitið. Hann var prófessor í lögum við Hafnarháskóla og einn af fremstu stjórnmálamönnum Þjóðfrelsisflokksins danska um áratuga- skeið. Enginn var ákafari Egðusinni en hann og hann átti mikinn þátt í samþykkt nóvemberstjórnarskrárinnar. Hann var einn af samningamönnum Dana á Lundúnaráðstefnunni, dóms- málaráðherra var hann 1870—1872 og er höfundur Stöðulaganna. Fáir menn voru kunnugri dönskum stjórnmálum en hann, ekki sízt því, er gerðist að tjaldabaki. Hann hélt dagbækur frá 1848 til dauðadags, en brenndi þær sem hann skrifaði eftir 1880, hitt gaf hann ríkisskjalaverði Dana, A. D. Jörgen- sen sagnfræðingi, til varðveizlu. Dag- bækur þessar hafa verið gefnar út í 8 bindurn og þykja ein merkasta heimild sem til er um danska stjórnmálasögu á 19. öld. Þær hafa einnig töluvert heimildagildi um sögu íslands á þessu árahili. Llinn 28. ágúst 1864 skrifar Krieger í dagbók sína eftirfarandi orð: „Monrad hefur fengið Bluhme til að bjóða vesturindísku eyjarnar, jafnvel ísland, í staðinn fyrir Norðurslesvík, en ekkert stoðar." (A. F. Kriegers Dag- höger, III. bindi, bls. 203). Þriðja bindi dagbókanna kom út ár- ið 1921 og hefur því sú staðreynd, að danska stjórnin hafi árið 1864 látið sér detta í hug að afhenda Island í skiptum fyrir Norðurslesvík, verið kunn dönsk- um sagnfræðingum um nokkurra ára- tuga skeið. (Sbr. Schultz: Danmarks Historie IV, hls. 830). En ekki hafa ferkari heimildir verið birtar unr þetta mál fyrr en danski sagnfræðingurinn Erik Möller skrifaði hið mikla rit sitt Helstatens Fald, I—II, 1958, þar sem hann segir frá þessu og vitnar í heimild í skjalasafni utanríkisráðuneytisins. Mér hefur um margra ára skeið ver- ið kunnugt um þetta mál úr dagbókum Kriegers, en mig grunaði, að frekari heimildir um það væri að finna í gerða- bók Leyndarríkisráðsins danska. En sá hængur er á, að gerðabækur Leyndar- ríkisráðsins eru frá ársbyrjun 1863 lok- aðar öllum til rannsókna. Haustið 1958 fór ég þess á leit við Ríkisskjalasafnið danska, að eg fengi að líta í fundar- gerðirnar frá ágústmánuði 1864, en fékk synjun. Eg reyndi á nýjan leik nú í sumar, og þá sýndi stjórn Ríkisskjala- safnsins mér þá velvild að mæla með því við forsætisráðuneytið danska, að eg fengi að athuga þessa heimild. Leyf- ið fékkst og Ríkisskjalasafnið bauð mér auk þess að láta taka ljósmynd af þeim hluta fundargerðarinnar, sem fjallar um Island. Þess rná geta hér um leið, að Aage Friis, prófessor í sögu við Hafnarháskóla, gaf út árið 1936: Stats- raadets Forhandlinger om Danmarks Lldenrigspolitik 1863—1879. I þeirri útgáfu er sleppt (illum ummælum ráð- lierra og konungs á ríkisráðsfundinum !8. ágúst 1864 um ísland. Hér verða birtar heimildirnar um þetta mál, prentaðar stafrétt eftir frum- textanunr danska, en réttara þótti að snara þeim einnig á íslenzku.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97
Qupperneq 98
Qupperneq 99
Qupperneq 100
Qupperneq 101
Qupperneq 102
Qupperneq 103
Qupperneq 104
Qupperneq 105
Qupperneq 106
Qupperneq 107
Qupperneq 108
Qupperneq 109
Qupperneq 110
Qupperneq 111
Qupperneq 112
Qupperneq 113
Qupperneq 114
Qupperneq 115
Qupperneq 116
Qupperneq 117
Qupperneq 118
Qupperneq 119
Qupperneq 120
Qupperneq 121
Qupperneq 122
Qupperneq 123
Qupperneq 124
Qupperneq 125
Qupperneq 126
Qupperneq 127
Qupperneq 128
Qupperneq 129
Qupperneq 130
Qupperneq 131
Qupperneq 132
Qupperneq 133
Qupperneq 134
Qupperneq 135
Qupperneq 136
Qupperneq 137
Qupperneq 138
Qupperneq 139
Qupperneq 140
Qupperneq 141
Qupperneq 142
Qupperneq 143
Qupperneq 144

x

Andvari

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Andvari
https://timarit.is/publication/346

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.