Andvari

Volume

Andvari - 01.01.1952, Page 11

Andvari - 01.01.1952, Page 11
ANDVARI Sveinn Bjömsson 7 Sveinn fór af landi burt í bili. Eigi kann ég neitt að greina frá þessu starfi Sveins Bjömssonar. Það mun þó víst og er stutt frá- sögnum manna, er til þekktu og leituðu ráða hans sem málaflutn- ingsmanns, að gott liafi verið til hans að leita í þeim erindum. Hann hefði verið ljúfur og þýður í viðmóti, hver sem í hlut átti, hollráður og tillögugóður, en þó haldið fast á sínum máls- stað. Hann vann sér því fljótt álit sem öruggur og góður lög- fræðingur og leit út fyrir, að á því sviði ætti hann framaríka framtíð. Sveinn Björnsson kvæntist 2. september árið 1908. Kona hans var Georgia Eloff Hansen, fædd 18. janúar 1884, dóttir Hans Henrik Emil Hansens, lyfsala og justizráðs, í Hobro á Jót- landi. Þau voru í hjónabandi í 44 ár. Eignuðust þau hjónin 6 mannvænleg börn. Eru það þessi: 1. Björn, kaupmaður, fæddur 15. okt. 1909, kvæntur Nönnu Egilsdóttur, söngkonu. 2. Anna Catherine Aagot, fædd 19. nóv. 1911, gift Sverri Patursson, dýralækni. Dáin í sept. 1952. 2. Elenrik, sendiráðunautur í París, nú nýskeð skipaður for- setaritari, fæddur 2. sept. 1914, kvæntur Gróu Torfhildi Jónsdóttur. 4. Sveinn, tannlæknir, fæddur 21. júní 1916, kvæntur Gurli Andersen. 5. Ólafur, héraðsdómslögmaður, fæddur 3. nóv. 1919, kvænt- ur Þórunni Árnadóttur. 6. Elísabet, fædd 22. júní 1922, gift Davíð Jónssyni, stór- kaupmanni. Með stjórnarleyfi frá 5. desember 1923 tók Sveinn Bjömsson hörnum sínum ættamafnið Björnsson. Frú Georgia Björnsson var manni sínum ávallt mjög sam- nent og veitti honum ómetanlegan styrk og aðstoð í hans hingsmikhi og vandasömu störfum. Heimili þeirra hjóna um- var

x

Andvari

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Andvari
https://timarit.is/publication/346

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.