Andvari

Årgang

Andvari - 01.01.1952, Side 15

Andvari - 01.01.1952, Side 15
ANDVARI Sveinn Bjömsson 11 ungi maður fljótt notið virðingar og trausts á Alþingi. Hann var þannig árið 1915 kosinn í velferðarnefnd, sem var sett á lagg- irnar vegna erfiðleika og nýrra viðhorfa, sem heimsstyrjöldin fyrri olli. Þingseta Sveins var þó ekki löng að þessu sinni, því að hann féll við Alþingiskosningarnar árið 1916. Til þess lágu ástæð- ur, er síðar verÖur vikið að. Sveinn Björnsson fylgdi Sjálfstæðis- flokknum gamla að málum, en sá flokkur hafði þá klofnað og átti við ýmsa erfiðleika að stríða. A þessum árurn var yfirleitt tekið að losna um hina gömlu flokka, er eingöngu höfðu mynd- azt og haldiö saman með tilliti til mismunandi skoðana á því, hvernig leysa skyldi sjálfstæðismál Islands gagnvart Danmörku. Einmitt á þessum árum voru byrjandi flokkasamtök að myndast á grundvelli mismunandi skoÖana á innanlandsmálum. Sveinn Björnsson var aftur kosinn þingmaður Reykvíkinga árið 1919 og situr þá á Alþingi þingað til hann tekur að sér sendiherrastarf í Danmörku. Hér hefur í sem allra stytztu máli verið drepið á það árabil $vi Sveins Bjömssonar forseta, er hann sem ungur maður beitir sínum miklu hæfileikum, samningalipurð og lægni til þess að koma mörgum þjóðnýtum framfaramálum larsællega í fram- kvæmd. Verður nú minnzt á næsta meginþátt i ævistarfi hans, en það er brautryðjandastarf hans í utanríkisþjónustu íslands. En til þess að geta gert sér fulla grein fyrir upphafi þess máls °g aðstöðu íslands til annarra ríkja og þó einkum til sambands- ríkisins, Danmerkur, verður að fara nokkrum orðum urn aðdrag- anda þess, að Sveinn Björnsson var skipaður fyrsti sendiherra Islands árið 1920. Eins og áður var frá skýrt, var Sveinn Björnsson kosinn þing- maður Reykvíkinga árið 1914. Á Alþingi það ár voru samþykktar ahveigamiklar breytingar á stjórnarskránni. Meðal annars féllu hinir konungkjörnu þingmenn þá loks fyrir borð. Á sanra þingi yar samþykktur svonefndur fyrirvari varðandi stjórnarskrárbreyt- lnguna. í niðurlagi þingsályktunartillögu þeirrar, er Alþingi sam-

x

Andvari

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Andvari
https://timarit.is/publication/346

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.