Andvari

Volume

Andvari - 01.01.1952, Page 22

Andvari - 01.01.1952, Page 22
18 Steingrímur Steinþórsson ANDVARI stjórans væri bundið við eitt ár. Þegar Sveinn Björnsson, hinn fyrsti innlendi þjóðhöfðingi íslands, hafði verið kjörinn ríkis- stjóri í fyrsta sinn, 17. júní 1941, flutti hann ávarp til þjóðarinnar og lét þá svo ummælt: „Framar öllu lít ég á starf mitt sem þjónustu, þjónustu við heill og hag íslenzku þjóðarinnar, þjónustu við málstað íslendinga, hvað sem fram undan kann að vera. Það er því ásetningur minn að leggja frarn alla krafta mína, andlega og líkamlega, til þess að sú þjónusta rnegi verða landi mínu og þjóð til sem mestra heilla“. Það mun sammæli allra íslendinga, hvar í flokki sem þeir standa, að Sveinn Björnsson hafi í einu og öllu staðið við þetta loforð þann tíma, nær því heilan áratug, sem hann starfaði sem þjóðhöfðingi vor. Er það gott og göfugt, að enduðu ævistarfi, að hafa ekið vagni sínum svo heilum heim að dórni alþjóðar. Með stjórnarskrárbreytingunni, sem gerð var 1944 og lög- telcin var það ár, 17. júní á Þingvöllum, var ísland lýst lýðveldi með þjóðkjörnum forseta sem þjóðhöfðingja. Alþingi kaus for- setann í það skipti, en aðeins til eins árs. Var Sveinn Bjömsson þá kosinn forseti. Næsta ár, eða 1945, skyldi svo þjóðarkjör fara fram í fyrsta skipti. Sveinn Björnsson varð þá sjálfkjörinn sem forseti hins íslenzka lýðveldis til næstu fjögurra ára. Árið 1949 varð hann aftur sjálfkjörinn, þar sem þjóðin virtist þá standa alger- lega einhuga um hann sem þjóðhöfðingja. Þá datt engum í hug, að efnt yrði til framboðs rnóti honum. Árið 1941, þegar ríkisstjóraembættið var stofnað, var þegar tekið að svipast eftir hæfilegum bústað handa ríkisstjóra. Þegar þetta gerðist, var Sigurður Jónasson, forstjóri, eigandi Bessastaða. Alþingi 1941 hafði heimilað ríkisstjórninni að kaupa bústað i næsta nágrenni Reykjavíkur, sem yrði gerður að ríkisstjórasetri og síðan að forsetasetri, en allir bjuggust þá við, að innan skamms yrði ísland gert að lýðveldi, með forseta að þjóðhöfðingja. Þótt

x

Andvari

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Andvari
https://timarit.is/publication/346

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.