Andvari

Volume

Andvari - 01.01.1952, Page 38

Andvari - 01.01.1952, Page 38
34 Þorkell Jóhannesson ANDVA13I skýrir einstaka drætti þessarar myndar. Mannfjöldinn var rúm 50 þúsund. Við vitum með vissu, að sú tala fór niður fyrir 40 þús., líklega ofan í tæp 36 þús., fáum árum síðar, í stórubólu. Efna- hag og atvinnu í landinu er þá svo farið, að rúmlega 15% af landsmönnum, eða nær 6. hver maður, eru förumenn eða sveitar- ómagar, margt af þessu fólk á góðum starfsaldri. Þetta er sjúkt þjóðfélag, um það þarf ekki að efast. Og það verður að segja hverja sögu eins og hún gengur, þótt misjafnt láti í eyrum. Það er ekki sendiferð Gottrúps, taxtinn frá 1702 eða aðgerðir Arna Magnússonar og viðleitni stjórnarinnar til þess að laga ögn verzl- unarkjörin, sem leysti bezt þjóðfélagslegan vanda Islendinga á öndverðri 18. öld, heldur hin mikla drepsótt, stórabóla. Jón Espólín segir, að ein hin versta plága landsins, holdsveikin, hafi næstum því horfið úr landinu við bóluna. Það ræður af líkum, þótt bein gögn skorti reyndar um þetta, að allur fjöldinn af vesælasta fólk- inu hafi orðið sóttinni að bráð. Reyndar er víst, að bólan felldi líka margt af mannvænlegu og heilbrigðu fólki. En af mannfall- inu í bólunni leiddi það beinlínis, að um sinn varð nóg þörf fyrir allt vinnufært fólk við gagnleg störf og binum gífurlega þunga af framfærslu förumanna og vinnufærra ómaga létti að mestu af landsbyggðinni um alllangt árabil. Annálar herma um árið 1709, seinasta lDÓluárið: „Yfirferðafólk var nærri ekkert, því allt var til vista tekið eða á býli sett, sem staflaust gat gengið". Þá má telja það allglöggan vott um breytta bagi, að annálar nefna ekki mann- felli eða bjargarskort til neinna muna í 40 ár, eða á árunum 1707— 1747, og var þó árferði misjafnt og stundum mjög áfellasamt. En þessi ,,bati“, ef svo inætti kalla, hlaut að verða skammgóður. Enga vitringa eða spámenn þurfti til að sjá, að hér var ekki allt með felldu. Hvarvetna blöstu hnignunarmerkin við í eyddurn býlum, hrörnandi mannvirkjum, kyrrstöðu athafnalífsins og fátækt og umkomuleysi fólksins, þótt af slarkaðist um sinn. Þegar stundir liðu fram og fólki fjölgaði af nýju, hlaut að sækja í svipað horf og áður um atvinnubrest, hungurvist og verðgang fjölda manns, nema mikil breyting yrði á atvinnukjörum þjóðarinnar.

x

Andvari

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Andvari
https://timarit.is/publication/346

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.