Andvari

Ukioqatigiit
Ataaseq assigiiaat ilaat

Andvari - 01.01.1952, Qupperneq 38

Andvari - 01.01.1952, Qupperneq 38
34 Þorkell Jóhannesson ANDVA13I skýrir einstaka drætti þessarar myndar. Mannfjöldinn var rúm 50 þúsund. Við vitum með vissu, að sú tala fór niður fyrir 40 þús., líklega ofan í tæp 36 þús., fáum árum síðar, í stórubólu. Efna- hag og atvinnu í landinu er þá svo farið, að rúmlega 15% af landsmönnum, eða nær 6. hver maður, eru förumenn eða sveitar- ómagar, margt af þessu fólk á góðum starfsaldri. Þetta er sjúkt þjóðfélag, um það þarf ekki að efast. Og það verður að segja hverja sögu eins og hún gengur, þótt misjafnt láti í eyrum. Það er ekki sendiferð Gottrúps, taxtinn frá 1702 eða aðgerðir Arna Magnússonar og viðleitni stjórnarinnar til þess að laga ögn verzl- unarkjörin, sem leysti bezt þjóðfélagslegan vanda Islendinga á öndverðri 18. öld, heldur hin mikla drepsótt, stórabóla. Jón Espólín segir, að ein hin versta plága landsins, holdsveikin, hafi næstum því horfið úr landinu við bóluna. Það ræður af líkum, þótt bein gögn skorti reyndar um þetta, að allur fjöldinn af vesælasta fólk- inu hafi orðið sóttinni að bráð. Reyndar er víst, að bólan felldi líka margt af mannvænlegu og heilbrigðu fólki. En af mannfall- inu í bólunni leiddi það beinlínis, að um sinn varð nóg þörf fyrir allt vinnufært fólk við gagnleg störf og binum gífurlega þunga af framfærslu förumanna og vinnufærra ómaga létti að mestu af landsbyggðinni um alllangt árabil. Annálar herma um árið 1709, seinasta lDÓluárið: „Yfirferðafólk var nærri ekkert, því allt var til vista tekið eða á býli sett, sem staflaust gat gengið". Þá má telja það allglöggan vott um breytta bagi, að annálar nefna ekki mann- felli eða bjargarskort til neinna muna í 40 ár, eða á árunum 1707— 1747, og var þó árferði misjafnt og stundum mjög áfellasamt. En þessi ,,bati“, ef svo inætti kalla, hlaut að verða skammgóður. Enga vitringa eða spámenn þurfti til að sjá, að hér var ekki allt með felldu. Hvarvetna blöstu hnignunarmerkin við í eyddurn býlum, hrörnandi mannvirkjum, kyrrstöðu athafnalífsins og fátækt og umkomuleysi fólksins, þótt af slarkaðist um sinn. Þegar stundir liðu fram og fólki fjölgaði af nýju, hlaut að sækja í svipað horf og áður um atvinnubrest, hungurvist og verðgang fjölda manns, nema mikil breyting yrði á atvinnukjörum þjóðarinnar.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97
Qupperneq 98
Qupperneq 99
Qupperneq 100

x

Andvari

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Andvari
https://timarit.is/publication/346

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.