Andvari

Volume

Andvari - 01.01.1952, Page 60

Andvari - 01.01.1952, Page 60
Sveinn Bergsveinsson ANDVARI > 56 Skáld hlutlausra landa svo sem í Svíþjóð urðu að vera hlut- lausir áhorfendur. Þar var hin líkamlega áhætta minni, en því óvirkari sem maðurinn er, því sterkar orka hinar almennu og uggvænlegu horfur á hann. Skáldin túlka þennan ugg í altælc- um táknmyndum. Svipleiftur af átökum heimsveldanna og af- leiðingum þeirra líða eins og straumur um vitund þeirra, og sú tækni er þeim vel kunn frá duldakenningunni að henda þennan „stream of consciousness" á lofti og festa hinar ósamstæðu skyndi- myndir í búningi Ijóðsins, sem verður þá auðvitað að losast úr viðjum rímsins til að þjóna sem bezt tilgangi sínum. Hugsjóna- lega séð miða þó hinar táknrænu en margbreytilegu svipmyndir að föstu marki. Þetta er ung og lífræn stefna í þágu mikillar köllunar: hún er heims ádeila á altæku (úniversellu) líkinga- máli. Þetta kemur glöggt fram hjá sænska skáldinu Erík Linde- gren, í Ijóðabálknum Maður á vegleysum, „Mannen utan vág“, sem út kom 1942. Þótt sú hók. kæmi aðeins í nokkrum hundruð- um eintaka, þá markaði hún greinileg tímamót í sænskum skáld- skap og varð um margt fyrirmynd þeirrar nútízku í sænskri Ijóðagerð, sem kennd er við fimmta áratuginn og hefur ekki verið minna umdeild en atómljóð íslenzku skáldanna. Erik Lindegren tekur í sína þágu tækni eldri formsnillinga, ekki sízt Engilsaxans Eliot, enda þótt þá hafi skort hinn heilaga eld köll- unarinnar. Þrátt fyrir altækt og torrætt táknmál er þetta tíma- mótaljóð Lindegrens markviss þjóðfélagsádeila. Og þar skilur á milli feigs og ófeigs, atómskáldanna okkar og Lindegrens, að hann getur leyst upp sitt táknmál og skýrt, hvað fyrir honum vakir. Til gamans vil ég taka hér brot úr kvæði með hans eigin skýringum: „som pá en sköld av sol och vanvett höjer sin spegelbild i ett fördeláktigt ögonblick för vár eviga blindhet. Þetta er ósvikið atómljóð í fullri meiningu. Skáldið hefur sjálft ráðið rúnirnar á þessa leið: „Þetta erindi á að sýna oss manninn sem fanga sinnar eigin

x

Andvari

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Andvari
https://timarit.is/publication/346

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.