Andvari

Årgang

Andvari - 01.01.1952, Side 63

Andvari - 01.01.1952, Side 63
ANDVARl Nútízka í ljóðagerð 59 lega (metafysiska) og óræða (irrationala), eins og G. Hagalín hefur réttilega komið auga á. Orð og orðasamband verða óræð fyrir það, að þeim er ætlað að vera margræð. Ofnotkun táknmáls, sem lítt þroskuðum verður oftast ofvaxið að beita, felur í sér þá miklu hættu, sem sænskum skáldum eins og Vennberg er vel Ijós, að táknmyndirnar verði að innantómum abstraktjónum, sem svífa í lausu lofti. Stephan Spender benti á það fyrstur í ritgerð: Kreppa táknmyndanna, sem birtist í blaði sænskra atómskálda. Eigi að síður geta ung, hagorð skáld náð tungutakinu og velt sér í orðaflaumi táknmálsins í trausti þess, að hver leggi í það sinn skilning og enginn skilji böfundinn rétt bvort eð er. Og þá er komið út í svindilinn, form án inntaks, hégómlega orða- leiki, þar sem reynt er að blekkja með ímynduðum lífsleiða og uppgerðartómhyggju. En til þess er tómhyggjan, að „táknmálið“ fái á sig réttan blæ, beri mark sinnar samtíðar og sýni, að böf- undurinn lifi líka á „erfiðum tímum“. Það er ekki fyrr en eftir stríð, að hægt er að tala um nútízku í íslenzkri Ijóðagerð. Höfundarnir eru allir kornungir menn. Eins og geta má nærri, er það fyrst búningurinn, formið, sem ungir menn eru næmastir á, en ekki að sama skapi hin kerfisbundna lífsskoSun, sem á bak við býr. Það er svipaÖ um þau og börnin, sem læra orðin á undan merkingunni. Þá er og annað, sem gefur auga leið, hvemig þróunin hlaut að verða hér á íslandi meðal hinna ungu skálda. Eftir stríðið kom nokkurskonar þreytutíma- bil, ádeilan, sem fólst í þessum skáldskap var farin að dofna. Hinum lífrænu skilyrðum fyrir vexti hennar og gengi var ekki lengur fyrir að fara í sama mæli og áður, stefnan var á niÖurleið um lífsgildi, en listbrögðum fjölgaði. Þannig kemur bún íslenzku skáldunum í hendur. Hannes Sigfússon hefur náð bezt tungu- taki atómskáldanna, altækum táknmyndum, margræðri frásögn. í fyrri bók sinni af tveimur, Dymbilvöku (1949) er hann þó að mestu í formtilraunum. Og er fyrri hluti kvæðabálksins haglega iettaður í þann seinni. Og það verður að segjast, að hin frarn- andi málsbeiting getur á köflum orkað seiðandi á þann, sem

x

Andvari

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Andvari
https://timarit.is/publication/346

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.