Andvari

Volume

Andvari - 01.01.1943, Page 9

Andvari - 01.01.1943, Page 9
andvari liinar Hjörleifsson Ivvaran 5 Hjátrú og hindurvitni, sem þá voru enn þá alláberandi meðal þorra almennings, hafa án efa haft mikil áhrif á hann, þótt faðir hans, sem var maður raunsær og hispurslaus, hafi efa- laust leiðbeint honum í þeim efnum. Hjátru og djöflatrú var ekki eins mikil á Norðurlandi (Skagafirði) á síðari hluta uítjándu aldar og sumir láta af. Hygg ég og vafalaust, að miklu lengur hafi evmt eftir af þessum ófögnuði annars staðai á landinu, einkum á Vestfjörðum. Er vafalaust, að síra Hjörleifur °S fleiri menntaðir og gáfaðir norðlenzkir prestar hafa átt mikinn þátt i því að kveða niður þá drauga. Ekki þarf að efa það, að Einar hefur lesið mikið og lært í foreldrahúsum. Bókakostur var ætið góður þar á heimilinu. Sira Hjörleifur var ágætur kennari. Ivenndi hann mörgum pilt- nm undir skóla, og hafa sumir þeirra orðið kunnir vísinda- oienn. Kinar Hjörleifsson fór í lærða skólann árið 1875, tæplega lö úra gamall. Þótt hann segi sjálfur, að sér hafi fallið skólavistin fremur illa — sem ekki var þó venjulegt með skólapilta á þeini árum — naut hann þó þegar þess trausts sambekkinga sinna, að hann var gerður að umsjónarmanni (inspector) í fyrsta bekk. Hann var alla tíð frábitinn öllu ofbeldi, bæði and- legu og líkamlegu. Fannst honum andrúmsloftið þungt í skól- unuin, kennslan gamaldags og yfirleitt þröngt um allt og mvggl- nð. En áflog og róstur voru daglegir viðburðir meðal skólapilta. Sérstaklega þóttust „mennta“mennirnir úr efri bekkjunum luirfa að aga „busana“. Margir ágætismenn, er síðar urðu þjóð- kunnir, voru sambekkingar Einars. Má meðal þeirra nefna Þor- leii Jónsson (siðar ritstjóra og siðast póstfulltrúa), Jóhannes Sigfússon (yfirkennara), Jón Magnússon (ráðh.), Halldór Jóns- s°n (gjaldkera). En aðrir skólabræður Einars voru m. a. Hann- es Hafstein (útskr. 1880), Þorsteinn Erlingsson (útskr. 1883) og Einar Benediktsson (útskr. 1884). — Síra Kristinn Daníelsson, sem var 5 ár með Einari í skóla, segist ekki hafa kyniizt hon- um mikið á þeim árum. Bendir það til þess, að Einar liafi ekki §efið sig mikið að skólahræðrum sínum yfirleitt, þvi að að

x

Andvari

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Andvari
https://timarit.is/publication/346

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.