Andvari

Árgangur

Andvari - 01.01.1943, Síða 26

Andvari - 01.01.1943, Síða 26
22 Þorsteinn Jónsson ANDVARl leikann, hið æðsta takmark, í þokuskýjum ófullkomleikans. Þótt Einar hafi innilega samúð með olnbogabörnum veraldar- innar, fátækum og hrjáðum, þá er það fjarri honum að syngja neinum ákveðnúm stéttum lofsöngva vegna þess eins, að þeir eru fátækir og ósjálfbjarga. Hann sér það réttilega, að það út af fyrir sig, að vera öreigi, skapar engin réttindi, og að fátæk- lingar eru yfirleitt ekkert betri menn né verðugri lofs og fríðinda en hinir, sem bjargálna eru eða auðugir. Hann veit að sjálfsögðu, að fátæktin er böl, sem þarf að vinna bug á, en hefur ekki trú á því, að það verði gert með öreigadýrkun né hatri á þeim, sem eitthvað eiga af þessa heims gæðum. Skáld- skapur hans bíður aldrei tjón af stjórnmálastefnu hans. Ber ekki heldur keim af stéttaríg. Hann lítur á lífið mjög óvil- höllum augum, á stórmenni og smælingja af jafnmikilli vin- semd eða andúð, eftir því sem viðkomandi menn eiga skilið, að lians dómi. Ritháttur Einars er mjög viðfelldinn og látlaus. Það er aug- ljóst, að hann hefur verið ákaflega vandvirkur, bæði á mál og stíl, en jafnframt átt þægilegt með að rita liðugt og notalegt alþýðumál, laust við stóryrði, tiklur og upphrópanir. Hann kryddar aldrei frásögn sína með tilgerðarlegu málskrúði né smekklausu útflúri, leitar aldrei að úreltum orðum til þess að hressa upp á frásögnina. Hann þarf þess ekki. — Samt skrifar hann svo sérkennilega, að varla þarf að lesa lengi í ritum hans til þess að kannast við höfundinn, þótt maður viti ekki fyrir- fram, að greinin eða ritið sé eftir hann. Hann hefur þaul- liugsað skáldverk sin, áður en hann ritaði þau, og ekki verið í nokkrum vafa um það, hvernig hann ætlaði að hafa þau. Þar er ekkert fálm, engar smekkleysur né vafningar, enginn bægsla- gangur, engin stóryrði, nema þar, sem ómögulega verður lijá því komizt sökum efnisins, engar málalengingar, aðeins ýtar- leg frásögn, þægilega og skilmerkilega sett fram. Samtöl eðli- leg og óþvinguð og með þeim blæ, sem á við í hvert skipti, hvort sem það er mennlað fólk eða ómenntað, sveitamenn eða sjómenn, greint fólk eða heimskt, sem talar. Það er lifandi
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100

x

Andvari

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Andvari
https://timarit.is/publication/346

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.