Andvari

Årgang

Andvari - 01.01.1943, Side 35

Andvari - 01.01.1943, Side 35
AN'DVARI Vér viljum skilnað — 31 III. Það er tæplega liægt að sakast um það við höfunda sam- bandslaganna, þótt þeir væru ekki svo forsjálir að setja i þau ákvæði um það, hvernig skyldi fara að, ef löndin, annað- hvort eða bæði, yrðu hernumin um skemmri eða lengri tíma. Hernám Danmerkur i apríl 1940 skapaði vandamál, sem ís- lendingar urðu að ráða fram úr skjótt og hiklaust. Enginn hefur horið brigður á, að þar hafi verið valin hin rétta leið. Sambandslögin urðu að verulegu leyti óframkvæmanleg vegna utanaðkomandi atburða, sem hvorug sambandsþjóðin gat við ráðið eða átti sök á. Það var auðsætt, að Danir gátu ekki lengur farið með utanríkismál íslendinga og að kon- ungur gat ekki farið með hið æðsta vald í málefnum Islands. ^ mis önnur atriði samningsins, sem minna máli skiptu, urðu °g óframkvæmanleg í bili. Islendingum var nauðsyn að taka utanríkismálin og hið æðsta vald i sínar hendur, þegar svo stóð á. Samkvæmt viður- kenndum neyðarrétti var íslendingum heimilt að taka í sínar hendur þær framkvæmdir, sem Danir áttu að sjá um sam- kvæuit samningnum, en gátu ekki vegna hernámsins, að svo iniklu lejdi sem um var að ræða ómótmælanlega nauðsyn íslenzku þjóðarinnar. En hin breyttu atvik þurftu ekki að leiða til þess, að sambandslögin að öðru leyti féllu úr gildi, til þess bar enga nauðsyn. Islendingar höfðu rétt til að taka að sér framkvæmd allra þeirra mála, sem nauðsynlegt var fyrir líf og tilveru þjóðarinnar. Af þessu leiddi, að ýmis ákvæði sambandslaganna voru óframkvæmanleg, meðan þau atvik héldust, sem sköpuðu neyðarástandið, en eklci að sam- bandslögin væru þar með endanlega fallin úr gildi, eða að ekki væri hægt að framkvæma nein ákvæði þeirra, enda hafa ymis þeirra verið i gildi, t. d. ákvæðin um jafnrétti islenzkra °g danskra þegna í báðum löndunum. Akvarðanir Alþingis 1940 u.m, að Islendingar tækju sjálfir a® s®r nieðferð utanríkismálanna og hið æðsta vald í málurn Slnum, voru því sjálfsagðar og óvefengjanlegar að alþjóðalög- l,ni, þær voru óhjákvæmileg afleiðing neyðarástandsins, „en 3

x

Andvari

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Andvari
https://timarit.is/publication/346

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.