Andvari

Årgang

Andvari - 01.01.1943, Side 44

Andvari - 01.01.1943, Side 44
40 Jón Blöndal ANDVARI álitið sé, að lcomið geti til mála að brjóta ekki stjórnarskrána líka! Ákvæði 75. gr. stjórnarskrárinnar er svohljóðandi: „Nú samþykkir Alþingi breyting á sambandslögum íslands og Danmerkur, og skal þá leggja það mál undir atkvæði allra kosningarbærra manna í landinu til samþykktar eða synjunar, og skal atlcvæðagreiðsla vera leynileg.“ I nefndaráliti stjórnarskrárnefndar stendur svo í tillögu nefndarinnar um niðurfellingu sambandslaganna: „Ályktun þessa skal leggja undir atkvæði allra kosningar- bærra manna í landinu til samþýkktar eða synjunar, og skal atkvæðagreiðslan vera leynileg. Ályktunin tekur gildi, er Al- þingi hefur samþykkt hana á ný, að afstaðinni þessari at- kvæðagreiðslu." Orðalag tillögunnar bendir til þess, að tilætlunin með henni sé aðeins að fullnægja áðurgreindu ákvæði stjórnarskrárinnar, en ekki ákvæðum sambandslaganna. Það er ekki talað um það, eins og í 18. gr. sambandslaganna, að samþykkja þurfi hana með neinum ákveðnum meiri hluta, til þess að hún taki gildi, er Alþingi hefur samþykkt hana af nýju. Hjá þessu grund- vallaratriði er og vendilega gengið í nefndarálitinu sjálfu. Það er því ekki hægt að álylcta annað en ganga eigi frani hjá einnig þessu ákvæði sambandslaganna, enda skiptir það máske ekki miklu máli, ef önnur uppsagnarákvæði þeirra eru einnig virt að vettugi. Ég hef gert mér svo tíðrætt um réttargrundvöllinn fyrir sambandsslitum eigi síðar en 17. júní 1944, eins og lagt hefur verið til, vegna þess að svo virðist sem ýmsir standi í þeirri trú, að lausn málsins eigi að fara fram í samræmi við ákvæði sambandslaganna og að heimilt sé að slíta sambandinu sain- kvæmt þeim á þann 'hátt, sem nú er fyrirhugað af þeim, seni ekki vilja bíða þess, að hægt sé að ræða málið við Dani, og ýmsir virðast einnig halda, að hinn svonefndi „vanefnda- grundvöllur“ sé öruggur og óumdeilanlegur. Ég hef vilnað í grein Bjarna Benediktssonar í Andvara 1941 til þess að sýna, á hvaða réttargrundvelli vér íslendingar

x

Andvari

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Andvari
https://timarit.is/publication/346

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.