Andvari

Volume

Andvari - 01.01.1943, Page 56

Andvari - 01.01.1943, Page 56
52 Jörundur Brynjólfsson ANDVARI lögum (Járnsíðu) og loforðin um siglingar til landsins voru fljótlega svikin. íslendingar gengu upphaflega sárnauðugir Noregskonungi á hönd. Þeir reyndu með samningi að tryggja réttindi þjóð- arinnar og frelsi landsins. En það var allt meira eða minna svikið af konungi. Um margar aldir hafa íslendingar barizt fyrir því að ná fullu frelsi og taka öll sin mál í sínar hendur. Beztu menn þjóðarinnar hafa um margra alda raðir að því unnið, að þetta mætti takast. Hið erlenda vald, er þjóðin hefur lotið um ns@r 7 aldir, hefur haft litla þeklcing og þó ef til vill enn minni skilning á málum og högum þjóðarinnar. Þetta hefur staðið þjóðinni í vegi fyrir þroska og þrifum. Reynslan hefur sýnt, að eftir því sein þjóðin fékk meira frjálsræði til athafna, því betur vegnaði henni. Eftir því sem hún fékk fyllra vald yfir málum sínum, því betur hefur blómgazt hagur hennar. Þessi hefur verið skoðun ýmissa okkar beztu manna um margra alda skeið, og reynslan hefur staðfest, að liún er rétt. Þegar t. d. Sltúli Magnússon berst fyrir meira frjálsræði í verzlun, stofnun iðnaðar í Reykjavík o. fl. o. fl„ þá er sú bar- átta hafin í þeirri trú, að það verði þjóðinni til viðreisnar og aukins frjálsræðis. Barátta Jóns Sigurðssonar fyrir meira frelsi í stjórnskipun landsins og fullu verzlunarfrelsi var gerð í þeirri öruggu trú, að það yrði þjóðinni til verklegs og menn- ingarlegs þroska. Að þessu hefur verið unnið þjóðinni til bjargræðis, og tvímælalaust með það fyrir augum, að íslend- ingar tækju að lokum öll sín mál i sínar hendur og þjóðin yrði alfrjáls. Það má hiklaust telja, að síðan á öldinni sem leið hafi ís- lendingar nær undantekningarlaust krafizt þess, að landið yrði fullveðja ríki, sem hefði fullt og óskorað vald yfir öll- um sínum málum, og að hið forna þjóðskipulag (þjóðveldi) yrði sett á stofn. Þegar fslendingar höfnuðu samningnum 1908, var það fyrst og fremst fyrir þær sakir, að fsland var ekki viðurkennt

x

Andvari

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Andvari
https://timarit.is/publication/346

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.