Andvari

Volume

Andvari - 01.01.1943, Page 60

Andvari - 01.01.1943, Page 60
56 Jörundur Brynjólfsson ANDVAIU stjórnin og Framsóknarflokkurinn telur það alveg sjálfsagt mál, að sambandslagasamningnum verði sagt upp eins fljótt og lög standa til, og þar af leiðandi er ríkisstjórnin og flokkurinn reiðubúin til að vinna að því. Ríkisstjórnin og Framsóknar- flokkurinn lítur svo á, að sambandslagasamningnum eigi að segja upp, meðal annars til þess, að vér tökum utanríkis- málin að fullu í vorar hendur, og þar af leiðandi er ríkis- stjórnin og Framsóknarflokkurinn reiðubúin til þess að íhuga eða láta íhuga sem fyrst, á hvern hátt utanríkismálum vor- um verði komið fyrir bæði sem haganlegast og tryggilegast, enda telur ríkisstjórnin sér skylt að gefa því máli alveg sér- stakan gaum.“ Ekki varð annars vart en að þjóðin væri samdóma yfirlýs- Ingum flokkanna í málinu og mjög ánægð yfir svörunum. Á þessu sama þingi var borin fram af hálfu Alþýðuflokksins tillaga um að skipa utanríkismálanefnd. Þessi tillaga var samþykkt, og síðan hefur starfað utanríkismálanefnd. Árið 1937 er á Alþingi flutt þingsályktunartillaga af nokkr- um þingmönnum úr Framsóknarflokknum og Alþýðuflokkn- um, en við hana kom fram breytingartillaga flutt af nokkrum mönnum úr Sjálfstæðisflokknum. Þingsályktunin, sem sani- þykkt var í sameinuðu Aljjingi, hljóðar svo: „Alþingi ályktar að fela rikisstjórninni að undirbúa nú þegar, í samráði við utanríkismálanefnd, j)á tilhögun á með- ferð utanríkismála, innan lands og utan, sem bezt kann að henta, er íslendingar neyta uppsagnarákvæðis sambandslag- anna og taka alla meðferð málefna sinna í eigin hendur. Til- lögur um mál þessi séu síðan lagðar fyrir Alþingi. Allur kostn- aður við undirbúning málsins greiðist úr ríkissjóði." Eins og ályktun þessi ber með sér, er hún í beinu framhaldi af yfirlýsingum þeim, er flokkarnir á Alþingi gáfu 1928. (Þessu var einnig Bændaflokkurinn samþykkur, en hann var ekki til 1928.) Af hálfu allra flokkanna komu fram við umræðurnar um málið ótvíræðar yfirlýsingar um, að sjálfsagt væri, að íslend- ingar segðu sambandslagasamningnum upp og tækju að fullu

x

Andvari

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Andvari
https://timarit.is/publication/346

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.