Andvari - 01.01.1943, Side 66
62
Jörundur Brynjólfsson
ANDVARX
er óheiniilt að gera með þessum hætti nokkrar aðrar breyt-
ingar á stjórnarskránni en þær, sem beinlinis leiðir af sam-
bandsslitum við Danmörku og því, að Islendingar taka með
stofnun lýðveldis til fullnustu í sínar hendur æðsta vald í
málefnum ríkisins.
2. gr. Lög þessi öðlast þegar gildi.“
Lengra er málinu ekki komið enn sem komið er.
Stjórnarskrárnefnd sú, er kosin var 1942, hefur starfað og
lagt fram álit sitt. Er það dagsett 7. aprílmánaðar þ. á. Er þar
ekki annað að sjá en að nefndarmenn hafi verið sammála um
málið í höfuðatriðum. Virtist því liklega horfa um afgreiðslu
málsins. En nú hafa orðið nokkur blaðaskrif um málið, og er
vægast sagt sumt af því, sem þar hefur fram komið, býsna
óþarft. Hefði margt af því betur aldrei verið sagt. En um það
skal hér ekki fjölyrt.
Eins og vikið er að hér að framan, hafa skoðanir konaið
fram um það, að íslendingar gætu ekki slitið konungssam-
bandinu upp á sitt eindæmi, því að ákvæði sambandslaganna
tækju ekki til konungdómsins. Þessum skilningi er ég alger-
lega ósamþykkur.
Fimm fyrstu greinar sambandslaganna fjalla einmitt um
konunginn.
Nú segir svo í 18. gr. laganna: „Eftir árslok 1940 getur
Ríkisþing og Alþingi hvort fyrir sig samþykkt, að samningur
sá, sem felst í lögum þessum, sé úr gildi felldur." Svo ræðir í
greininni nánara um skilyrðin fyrir því, að slík samþykkt sé
lögleg. Eftir ákvæðum þessarar greinar er samningurinn allur
úr gildi fallinn, ef lögleg samþykkt er um það gerð af hálfu
Alþingis og öðrum skilyrðum er fullnægt, sem fram eru tekin
í greininni. Og það tekur þá líka vissulega til konungsins.
íslendingar hafa aldrei gengið neinum konungi á hönd,
síðan þeir sóru Hákoni gamla Noregskonungi hollustueiða,
sem var gerl með vissum skilyrðum. Þau skilyrði voru fljót-
lega svikin af Noregskonungi, og voru þá íslendingar að rétt-
um lögum lausir allra mála. Islendingar hafa aldrei gengið
neinum dönskum konungi á liönd. Ivópavogseiðarnir, sem