Andvari

Årgang

Andvari - 01.01.1943, Side 68

Andvari - 01.01.1943, Side 68
64 Sjálfstæðismálið ANDVARI í framhaldi af ályktunum flokksþings Framsóknarmanna 1941 og í samræmi við ályktanir Alþingis frá 17. maí sama ár um sjálfstæðismálið og stjórnskipulag íslands telur fundur- inn, að stefna beri að þvi, að fullur skilnaður íslands og Dan- merkur verði gerður á árinu 1944 og lýðveldi jafnframt sett hér á stofn með stjórnarskrárbreytingu, enda fari þjóðarat- kvæðagreiðsla um málið fram svo tímanlega, að unnt sé að kjósa forseta lýðveldisins 17. júní 1944.“ Ég hygg, að það dyljist engum, að ályktun þessi beri það með sér, að Framsóknarflokkurinn vill nú sem fyrr fá alla flokka þingsins til samstarfs um að leiða sjálfstæðismálið lil lykta. Góðir íslendingar! Innan skamms verður fullnaðarákvörðun gerð á Alþingi í sjálfstæðismálinu, ef til vill verður hún gerð á mjög nálægiun tíma. Um þá ákvörðun þingsins ber yður, islenzkir kjósendur, að greiða atkvæði. Ekkert má hindra yður frá þátttöku í þeirri atkvæðagreiðslu, nema alveg óviðráðanleg forföll. Minnizt þess, að íslenzka þjóðin er nú eftir margra alda baráttu að endurheimta frelsi sitt. Launið forsjóninni þá sæmd, sem yður fellur í skaut, að vera bornir til þess að mega taka þátt í þeim sigri. Fylkið yður með málinu, svo að sú atkvæðagreiðsla verði kynborinni þjóð samboðin. Verði þessi atkvæðagreiðsla þá einnig órækt vitni þess, að þjóðin þekki köllun sína. Minn- izt við kjörborðið liinna mörgu, vösku sona þjóðarinnar, sem um undanfarnar aldaraðir hafa háð hina hörðustu baráttu fyrir frelsi hennar. Engin tillit, engar annarlegar tilfinningar mega verða þess valdandi, að nokkur kjósandi greiði þannig atkvæði, að ís- land hafi ekki sæmd af því, hvernig atkvæði hans féll. Þér, ís- lenzkir kjósendur, á herðum yðar hvílir mikil ábyrgð. Sannið það með atkvæði yðar, að þér séuð rétt kjörinn til þess að lifa þessa úrslitastund í ævi þjóðarinnar. „Hver þjóð, sem í gæl'u og gengi vill búa, á guð sinn og land sitt skal trúa.“

x

Andvari

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Andvari
https://timarit.is/publication/346

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.