Andvari

Årgang

Andvari - 01.01.1943, Side 70

Andvari - 01.01.1943, Side 70
66 Gisli Sveinsson ANDVAnl (árið 1814), og má um það deila, hvort lögmætt eða ólögmætt hafi verið. En að sjálfsögðu gat konungur eig'i þessa vegna öðlazt neinn frekari rétt yfir íslendingum en upphaflegir samningar stóðu til. Og enginn dirfist nú lengur að halda því fram, að vér höfum með þessu gengið einni eða annarri þjóð á hönd, enda þótt konungseinveldi kæmi til um skeið, svo að þegnar í hverju landi sem var urðu undir að gangast (með „hyllingareiðum") og lúta „hoði og banni“ einvaldans og þeirra ráðgjafa (ráðuneyta), er hann valdi sér og allajafna voru nær einvörðungu úr heimalandi hans. — Á Norðurlönd- um tóku þjóðirnar aftur við valdi sínu og sjálfsákvörðunar- rétti nálægt iniðri síðustu öld (i Danmörku með grundvallar- lögum 5. júní 1849, eins og kunnugt er), og hið sama heimt- uðu íslendingar á þjóðfundum (1851, 1867 og 1869). Árang- urinn varð og sá, að dönsk stjórnarvöld (að vísu með engum rétti) settu íslandi „stöðulögin“ 2. jan. 1871, og konungur (Kristján IX.) lét koma í gildi stjórnarslcrána 5. janúar 1874, sem var spor í rétta átt, þótt ófullnægjandi væri að vorum dómi fyrr og síðar. Öll stjórnmálabarátta íslendinga frá þessum tíma og út öldina — undir merlci Jóns Sigurðssonar, sem fram að þessu hafði forustuna, en nú hné brátt í valinn, og síðar með at- beina Benedikts Sveinssonar sýslumanns o. fl. —, svo og hart nær tvo fyrstu tugi þessarar aldar, beindist að því viðfangs- efni að ná aftur liinu fulla valdi þjóðarinnar úr réttindaút- legðinni hjá Dönum: Að endurheimta stjórnmálasjálfstseð1 landsins og fá fullveldi þess viðurkennt. Áfanga þessarar leiðar þekkja menn: Heimastjórnarbúsetan 1903—04, stofnun Landvarnarflokksins urn líkt leyti, þróun skilnaðarstefnunn- ar og Þingvallafuudurinn árið 1907. Stefnan fékk byr undir háða vængi með hinni misheppnuðu tilraun til þess að útkljn málið með „upplcastinu“ 1908, er þjóðin sýndi á hinn áþreifan- legasta hátt, að hún lét sér ekkert kák nægja i þessuin efnum> en krafðist fulls réttar. Síðan gat aldrei i alvöru orðið nm annað að ræða. Og þegar heimsstyrjöldin 1914—18 breyth viðhorfum i yfirráðamálum (þótt eigi væri nema í svip), rann

x

Andvari

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Andvari
https://timarit.is/publication/346

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.