Andvari

Árgangur

Andvari - 01.01.1943, Síða 72

Andvari - 01.01.1943, Síða 72
68 Gísli Sveinsson ANDVAHI ugt er á þá leið, að uppsögn (eftir 1943) fær ekki gildi, fyrr en að síðustu hefur farið fram um hana þjóðaratkvæði ineð þeim hætti, að þrír fjórðungar allra kjósenda komi til atkvæöa- greiðslu og greiði þá þrír fjórðungar af þeim atkvæði með upp- sögn. Fyrir þessar sakir uggðu ýmsir, er fram í sótti, um úr- slitin á sínum tíma, ef slælega yrði að þessu gengið og þjóðin héldi eigi málinu og sjálfri sér vakandi. Og því verður eigi neitað, að íslendingar voru a. m. k. að því komnir að sofna á verðinum. Um þær mundir, er sjálfstæðismálið var að komast i höfn sambandslaganna, og upp úr því, voru sambandsdeilurnar lagðar á hilluna og íslenzkir stjórnmálaflokkar gáfu sig að öðrum verkefnum. Grundvallaðist þá í aðalatriðum flokka- skipting sú um innanlandsmál, er síðan hefur þróazt. Svo virðist sem þá hafi jafnframt, sumpart vísvitandi og sum- part óafvitandi, hugir manna horfið frá hinu eiginlega sjálf- stæðismáli, eins og öllu væri óhætt og nú lægi á öðru meira. Rök mátti færa bæði með og móti þessum málahvörfum, en niðurstaðan varð hreint sinnuleysi um hríð um „mál mál- anna“, sein eigi aðeins sljóvgaði fólkið og einnig þá sjálfa, sem við stjórnmálin fengust, heldur varð afleiðingin að öðru leyti hin versta, því að á því tímabili ólst upp — eins og nú gefur raun sorglegt vitni — ný kynslóð, sem yfirleitt hvorki þekkti neitt til sjálfstæðismálsins (nema þá lítillega af lausri afspurn), né hafði neinn hug á að kynna sér það eða öðlast nokkurn áhuga á undirbúningi hinnar réttu fullnaðarlausnai' þess, sem eigi gat orðið önnur, né mátti verða, en fullkominn stjórnmálaskilnaður við Danmörku. Ekki er að efa, að í öllum stjórnmálaflokkum hér hafa ávallt verið til áhugamenn í þessu efni eins og öðrum, þótt ekki hafi allténd mikið á því borið, — og líka því miður áhugalausir menn í sjálfstæðismáli þjóðarinnar, sem stund- urn hefur leitt þá út í ónot i hinna garð. Hér á landi hafa flokkar því síðan 1918 .lítt getað ásakað hver annan í þessu tilliti. En á síðkastið hefur þetta á ýmsa lund mjög breytzt til batnaðar.
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100

x

Andvari

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Andvari
https://timarit.is/publication/346

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.