Andvari

Årgang

Andvari - 01.01.1943, Side 74

Andvari - 01.01.1943, Side 74
70 Gísli Sveinsson ANDVAIll 2. Flokkurinn er algerlega samþykkur ályktunum Alþingis 1928 og 1937 i sjálfstæðismálinu, sem sé, að íslenzka þjóðin eigi óhikað að neyta uppsagnarákvæðis sambands- laganna undir eins og lögin heimila, og taka alla með- ferð málefna sinna í eigin hendur. 3. Flokkurinn er einráðinn í því að vinna að lausn Jiessa máls á nefndum grundvelli, bæði inn á við og út á við — a) með því að efla meðvitund þjóðarinnar sjálfrar um hið mikla hlutverk, er hennar bíður, og getu liennar og dug til þess í livívetna að standa sem mest og bezt á eigin fótum, efnalega og menningarlega, og b) með því að undirbúa utanríkismál og aðrar fullveldis- framkvæmdir íslendinga, lieima og erlendis, með öll- um þeim ráðum, sem framast er kostur á.“ Algerlega í sarna streng hafa hinar sjálfstæðu deildir flokks- ins tekið, svo sem samband ungra sjálfstæðismanna, bæði við stofnun þess 1930 og síðan (sbr. ályktanir sambandsþinga 1932, 1933 og 1940). III. Nú geisandi heimsstyrjöld skall á 1939. Hún hefur flutt ógnir og eyðing yfir margar þjóðir, svo að eigi verður með orðum lýst. Enginn veit, hvenær eða hvernig þeim ósköpum lyktar, og e. t. v. eiga flestir eftir að súpa af þeim illt seyði, þótt komizt hafi klaklaust fram á þessa stund. Vér íslendingar erum enn meðal þeirra, sem litt hafa fengið að kenna á hin- um þunga hrammi stríðsins, móts við ýmsa aðra, hvernig sem síðar kann til að takast. Forsjónin hefur verið oss holl, og mættum vér læra að meta það. Hver veit, nema svo verði nú, að auk annars, sem bjargazt hefur hér „á land“ í öldurótinu, þótt vér ef til vill eigi kunnum alls kostar með að fara, þá skili þessi ófriður oss einnig hinum fyllstu fríðindum, full- komni það, sem eigi fékkst í þeim fyrri, — ríkissjálfstæði með algerum skilnaði við Danmörk? Ef svo yrði, sem allar líkur eru til, mætti með sanni segja um það, að fátt er svo

x

Andvari

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Andvari
https://timarit.is/publication/346

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.