Andvari

Volume

Andvari - 01.01.1943, Page 78

Andvari - 01.01.1943, Page 78
74 Gísli Sveinssoii ANDVARI Stjórnskipunarlög þau, sem nefndin leggur til, að Alþingi samþykki, eru svo sem ráð var fyrir gert bein afleiðing þeirra ákvarðana, sein teknar voru með þingsályktunum 17. mai 1941, þeim er áður getur, sem sé: Skilnaðurinn framkvæmdur með stjórnskipulegri breytingu frá konungdæmi til lýðveldis, er afgreiða má með eins þings samþykkt, samkv. ákvæðum stjórnarskrárbreytingarinnar frá 15. des. 1942, sem gerð var einmitt með þetta fyrir augum. En á eftir skal fram fara alls- herjar atkvæðagreiðsla meðal kjósenda í landinu um þessa lýðveldisstjórnarskrá, — jafnframt því sem þingsályktunar- tillaga nefndarinnar, sem lýsir niðurfelling sambandslaga- samningsins frá 1918 og ákvarðar um rétt danskra ríkis- borgara hér á landi til bráðabirgða, yrði borin undir þjóðar- atkvæði. Til fullnaðar hvors tveggja er ekki krafizt annars en einfalds meiri hluta, og er það beinlínis tekið fram um stjórnarskrána (81. gr. frumv., sbr. nýnefnda stjórnarskrár- breyt. frá 15. des. 1942). Mun ekki laust við, að um þetta ríki nokkur misskilningur meðal manna, sem eima mun eftir af ákvæðum 18. gr. sbl. (um hinn sérstaka meiri hluta), sem ekki viðurkennast lengur í gildi, og þarf því eigi eftir þeim að að fara í þessu né öðru. — Nánari reglur um atkvæðagreiðsl- una er Alþingi bært um að setja eða heimila ríkisstjórninni að gera. Eins og alþjóð veit, var svo ráð fyrir gert um vorið dg fram á sumar 1942 af flokkum þeim, er stóðu að kjördæmamálinu, sem þá var kosið um, að lýðveldisstjórnarskrá yrði sett á því ári. Af þessu varð þó ekki, sökum óvæntra hindrana, en það bættist upp með því tvennu, að Alþingi afgreiddi áðurgreint stj órnskipunarlagaákvæði um skjótari maðferð þessarar breytingar en ella var heimilt samkvæmt stjórnarskrá (enda auðsætt, að nauðsyn gæti til þess borið, eins og nú er ástatt), og að umræður þær, sem fóru fram á sumrinu um sldlnað- arviðhorfið milli íslenzkra stjórnarvalda og erlendra, eða af liálfu ríkisstjórnar íslands og Alþingis annars vegar og aðal- lega stjórnar Bandaríkja Norður-Ameríku hins vegar, sem áður hafði gefið samningsloforð um frelsi landsins, leiddu til

x

Andvari

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Andvari
https://timarit.is/publication/346

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.