Andvari

Årgang

Andvari - 01.01.1943, Side 79

Andvari - 01.01.1943, Side 79
andvam SkilnaSur íslands og Danmcrkur 75 þess, að yfirlýsing, er virðist alveg ótvíræð og oftar en einu sinni hefur verið gerð heyrinkunnug, fékkst frá þessu stór- veldi 14. okt. 1942, um viðurkenning á hinni fyrirhuguðu stjórnarformsbreytingu hins íslenzka ríkis, eftir liðið ár 1943, þ. e. að ísland yrði gert lýðveldi 1944. Er þá einnig liðinn sá tími, sem „uppsögn“ samkv. sambandsl. var miðuð við, og hafa ýmsir hér á landi (og væntanlega í Danmörku) talið það viðfelldnast, að fullnaðarúrskurður biði þeirrar stundar. Þótt þessi síðastnefnda ástæða sé hégóminn einber og taki ekki tali, má þó vera, ef vel gengur, að bið þessi komi eigi að sök, °g ættu þessir menn þá að vera ánægðir með niðurstöðuna °g gera nú eigi frekari tilraunir til þess að trufla þau nauð- synlegu vinnubrögð í málinu, sem nú eru eftir. t milliþinganefndinni varð það að samkomulagi, með tilliti «1 þess, sem á undan var gengið, að leggja til (eins og nál. greinir), að lýðveldisstjórnarskráin tæki gildi 1944, hinn 17. jánínwnaðar. Ætti ekki að þurfa að skýra fyrir íslendingum, sá dagur — fæðingardagur Jóns Sigurðssonar — er til aJlrar viðhafnar vel fallinn. — Sökum þeirra vafninga, sem siðan virðast vera upp komnir í einni af þeim flokkaálmum, er að málinu áttu að standa (þótt það hik verði vonandi ekki langætt), telur sá, er þetta ritar, það óhjákvæmilegt í þessu sambandi og vegna aðstöðu þeirrar, er hann hefur í stjórnar- skrárnefndinni, að iýsa yfir því, að eigi varð þess að siðustu á neinn hátt vart, að nokkur nefndarmaður hefði sérstöðu eða vildi áskilja sér hana, að því er þessa ákvörðun snerti, um gildistökutíma hinnar væntanlegu stjórnarskrár. Allir virtust samþykkjast það orðalaust. Bér og að sálfsögðu að gera ráð fyrir, að stjórnmálaflokkarnir yfirleitt standi með full- trúum sínum og hviki ekki frá hinum íslenzka málstað. — Sjálfstæðisflokkurinn hefur, eins og fyrr, algerlega tekið af skarið um það á nýlega afstöðnum landsfundi sínum (17.— -0- júní s. 1.). Bera því vitni eigi aðeins hinar þróttmiklu ræð- Ur, er ýmsir fundarmenn fluttu við ágætan róm, svo sem for- niaður flokksins, Ólafur Thors, Bjarni Benediktsson alþm., Sigurður Eggerz o. fl. (birtar að miklu leyti í Morgunblaðinu

x

Andvari

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Andvari
https://timarit.is/publication/346

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.