Andvari

Volume

Andvari - 01.01.1943, Page 84

Andvari - 01.01.1943, Page 84
80 Einar Olgeirsson ANDVAHI tekið skýlausa afstöðu með stofnun lýðveldis á íslandi, svo að Sósíalistaflokkurinn tók fylgið við skilnað og lýðveldi i arf. Kommúnistaflokkurinn hafði, allt frá stofnun sinni 1930, verið yfirlýstur fylgjandi skilnaðar og lýðveldis 1943. Og Al- þýðuflokkurinn hafði, einn allra þingflokka, kveðið upp úr með það, er skilnaðarmálið var rætt á Alþingi 1928 og 1937, að hann vildi algeran skilnað 1943 og stofnun lýðveldis og ögraði þá öðrum flokkum um að fylgja sér til þessa máls -— án þess að fá jákvæð svör þá. Og það er engin tilviljun, að einmitt verklýðshrevfingin á Islandi hefur þannig tekið eindregna afstöðu í þjóðfrelsis- og lýðveldismálinu og Sósíalistaflokkurinn hvergi vikið frá þeirri stefnu. Saga vor sannar það, ekki síður en saga annarra þjóða, að það er einmitt alþýðan, sem verður harðast liti, ef þjóð er ófrjáls. Hönd erlenda kúgarans hvíldi þyngst á herðum ís- lenzkrar alþýðu. allar þær aldir, sem ísland var nýlenda. Mikill hluti innlendu yfirstéttarinnar, allt frá höfðingjum Sturlunga- aldar til vetrarprangara einokunartímabilsins og embættis- manna 19. aldarinnar, kom sér vel við hinn erlenda drottnara og aðstoðaði hann oft við kúgun landslýðsins, gegn þvi að hljóta nokkra mola af nægtaborðum hans. Þær glæsilegu undantekn- ingar um uppreisnarsinnaða yfirstéttarmenn, sem saga vor greinir frá, sanna aðeins regluna. Ok alþýðustéttar er tvöfalt þyngra, ef þjóðin, sem hún til- heyrir, er undir erlent vald gefin. Sjálfstæðismálið hefur því frá upphafi verið sjálfsagt stefnumál sósíalistisku verklýðs- hreyfingarinnar á íslandi, og Sósialistaflokkurinn hefur alltaf skoðað það sem skyldu sína að vera á verði um það, að ekki væri vikið frá réttri stefnu i máli því. Stofnun lýðveldis fyrir stríðslok. Þá er að athuga hina hlið málsins, hverja nauðsyn heri til þess, að lýðveldisstofnunin gerist raunverulega fyrir stríðslolc. í lok þessa striðs mun rikjaskipun í heiminum verða í deigl-

x

Andvari

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Andvari
https://timarit.is/publication/346

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.