Andvari

Volume

Andvari - 01.01.1943, Page 90

Andvari - 01.01.1943, Page 90
86 Einar Olgeirsson ANDVAHI Alþýða íslands og Danmerkur má gjarnan taka sér þessa afstöðu norsku og sænsku alþýðunnar 1905 til fyrirmyndar. Hiklaust ber alþýðu íslands að fylgja þvi fram að gera land sitt að lýðveldi. Og vilji verklýðshreyfing Danmerkur standa jafn vel á grundvelli þjóðfrelsis og sósíalisma og verklýðs- hreyfing Svíþjóðar stóð 1905, þá ber henni að standa einhuga með því, sem íslendingar gera til þess að afla sér þjóðfrelsis nú. Þau fyrirbæri, sem benda á aðra al'stöðu hjá mönnum, sem staðið hafa í samandi við íslenzka verklýðshreyfingu, eru tákn um spillingu, sem þar hefur komizt inn, um hnignun ákveð- ins „foringja“-hóps, þegar borið er saman við afstöðu þá, er verklýðshreyfing Norðurlanda tók 1905. Og reynslan mun sýna, að sú spilling hefur ekki náð til fjöldans sjálfs, heldur tak- markast við lítinn foringjahóp. Sú ákvörðun íslenzku þjóðarinnar og Alþingis íslendinga, að stol'na hér lýðveldi í síðasta lagi 17. júní 1944, væri í fullu samræmi við norrænar sambúðarvenjur og gæti á engan hátt haft spillandi áhrif á framtíðarsambúð vora við frelsiselskandi þjóðir Norðurlanda. Aðeins einstaka afturhalds- og yfirdrottn- unarseggir meðal Dana og máske Svía kynnu að fyrtast, og íjandskapur slíkra manriá yrði hvorki sjálfstæði lands vors né vinsamlegri samvinnu við Norðurlönd að fótakefli. Norska þjóðin mun vafalaust standa með oss sem heild. En þeir íslenzkir stjórnmálamenn, sem um fram allt vilja fá að reyna samningslipurð danskra valdhafa um þjóðfrelsis- mál að stríði loknu, ættu að bjóða sig fram sem sjálfboðaliða, þegar færeyska þjóðin fer að semja um algeran skilnað við Dani og aðstoða þá til þess að fá það þjóðfrelsi Færeyingum til handa með samningum, sem Islendingar munu taka sér í krafti ótvíræðs réttar síns til þjóðfrelsis. Það ætti ekki að vera nein ástæða til þess að óttast, að samvinna milli Danmerkur og íslands um þau mál, sem þessi lönd þurfa að hafa samstarf um sem frjáls ríki, yrði að neinu leyti slæm, þótt íslendingar stofni ekki sjálfstæðismálúm sín- um í neina hættu með drætti á því að stofnsetja hér lýðveldi.

x

Andvari

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Andvari
https://timarit.is/publication/346

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.