Andvari - 01.01.1946, Blaðsíða 74
70
Runólfur Sveinsson
ANDVARl
gripa- og sauðfjárrækt. Vil ég drepa á örfá atriði í þessu sam-
bandi. Það mun almennt álitið, að mestur hluti Suðurlands-
undirlendisins sé betur fallinn til nautgriparæktar og mjólk-
urframleiðslu en sauðfjárræktar. Sauðbeit er þar yfirleitt létt,
bæði sumar og vetur. Nokkuð það sama gildir um lágsveitir
Borgarfjarðarhéraðs.
í framtíðinni mun nautgriparæktin eflaust nær eingöngu
byggjast á ræktuðu landi, ekki aðeins öll heyöflun, heldur og
beit kúnna yfjr sumarmánuðina. Aftur á móti er sauðbeit góð
víða i uppsveitum landsins.
Tillögur hafa áður komið fram um það, að skipta Landinu i
framleiðslusvæði, þannig að bændum í þeim héruðum, sem
bezt eru fallin til nautgriparæktar, væri aðeins leyfð mjólkur-
framleiðsla, eða a. m. k. ekki dilkakjötsframleiðsla. Slíkt er
vel hugsanlegt og framkvæmanlegt með „boðum og bönnum“,
og hefur nokkuð svipað átt sér stað í öðrum löndum. T. d.
hefur sú regla gilt að mestu leyti í U. S. A. núna á stríðsár-
unum, að um leið og bændum er tryggt lágmarksverð fyrir
afurðir sínar, þá eru þeim seltar reglur um, livað þeir skuli
framleiða og hversu mikið. Sama er að segja um „svína-
kortin“ í Danmörku eftir Ottawa-ráðstefnuna 1932. Þá máttu
danslcir bændur aðeins framleiða ákveðið magn af svína-
lcjöti fyrir enska markaðinn. Hvort tveggja er talið að hafa
gefizt allvel.
Aðra leið mætti þó benda á til þess að færa bændur inn á
þá framleiðslu, sem skilyrðin væru bezt til á hverjurn stað.
Hún er í því fólgin að viðhafa strangt vörumat, t. d. á dilka-
kjöti. Þá hygg ég, að ýmsir bændur á Suðurlandsundirlend-
inu mundu fljótt hætta að senda dilkakjöt á markað.
Ég mun nánar víkja að þessu atriði síðar.
5. Heyverkun.
Eitt af því, sem valdið hefur einna mestum erfiðleilaim í
íslenzkum landbúnaði, er hin votviðrasama og óstöðuga veðr-
átta landsins. Allir kannast við íslenzka rosann um sláttinn.
Ég hygg, að engin veðrátta sé jafn illa þokkuð i sveitunum