Andvari

Årgang

Andvari - 01.01.1946, Side 72

Andvari - 01.01.1946, Side 72
68 Runólfur Svreinsson ANDVAWI 3. Kijnbætur búfiár. Þegar um er að ræða eins lítið ræktaða og ósamstæða bú- fjárstofna eins og á íslandi, er um tvær höfuðleiðir að ræða í kynbótum þeirra: a) Styðjast eingöngu við þá stofna, sein í landinu eru. b) Flytja inn í landið ný og verðmæt, þrautræktuð búfjár- kyn frá öðrum löndum. Fyrri leiðin er seinvirk, erfið og dýr. Það hefur tekið ýmsar landbúnaðarþjóðir 100—200 ár að skapa sum þeirra verð- mætustu búfjárltynja, sem nú eru til víða um heim. Þótt nú séu þekktar fljótvirkari og betri aðferðir við kyn- bætur búfjár en fyrir 100 árum síðan, þá mundi það talca okkur allt of langan tíma að kynbæta búféð hér á landi, með þvi að styðjast eingöngu við okkar stofna. Við eigum völ á að fá frá ýmsum löndum svo miklu betra og kynfastara búfé, að það er fásinna að notfæra sér ekki þá miklu möguleika, sem slíkur innflutningur býður okkur. Það mundi i fyrsta lagi spara okkur geysitima og þar með fé, og í öðru lagi gera okkur hæfari og öruggari að standast samanburð og sam- keppni annarra þjóða í frainleiðslu landbúnaðarafurða. Að sjálfsögðu mundum við nota búfé okkar til blöndunar við hin erlendu dýr, samhliða því, að við reyndum að hreinrækta þau hér. Mér er kunnugt um, að margir menn hér á Jandi fordæma innflutning búfjár. Veldur því fyrst og fremst, að í þau fáu skipti, sem það hefur verið gert, þá höfum við stundum flutt inn um leið sjúkdóma, sem hafa orðið skæðar drepsóttir í búfé okkar. Hitt er þó staðreynd, að með allmilclum fjölda loð- dýra, sem við höfum flutt til landsins á undanförnum áruin, og með enska Border-Leicesterfénu, sem hingað var flutt fyrir 12 árum, liafa engir sjúkdómar borizt til landins. Enn fremur hika ekki önnur landbúnaðarlönd, bæði austan hafs og vestan, að flytja búfé til kynbóta árlega landa og heimsálfa í milli- Það, sem réttlætir innflutning búfjár nú meira en nolckru sinni fyrr, er í fyrsta lagi, að við höfum lært ýmislegt í sani- Jtandi við þau mistölc, sem orðið hafa á innflutningi búfjái'

x

Andvari

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Andvari
https://timarit.is/publication/346

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.