Andvari

Árgangur

Andvari - 01.01.1946, Blaðsíða 34

Andvari - 01.01.1946, Blaðsíða 34
30 ÞorkeJl Jóliannesson ANDVARI skyldulið þeirra mikla önn og erfiði að skapa slíkt setur úr auðn. En um hitt fer ég nærri, eftir að hafa gengið um garða með þeim hjónum litla stund þennan fagra sumarmorgun, hversu hjartfólginn þeim var þessi staður og samofinn öllu lífi þeirra í blíðu og stríðu. Því að bóndinn, landneminn, er ekki einungis verkamaður, sem vinnur fyrir lcaupi — litlu eða viðunanlegu: Hann er skáld, höfundur. Allt, sem þú sérð hér, var einu sinni draumur, hugmynd, draumur um nytsemd, um fegurð, sem krafðist framkvæmdar. Og það er ekki á allra færi að skapa fagurt býli. Til þess þarf ekki aðeins elju, þrek og dug, heldur sköpunargáfu. Því að fagurt býli er ekki sam- safn dagsverka, þótt svo sé oft metið. Fagurt býli er lista- verk, andlegt afrek, eigi síður en eljunarverk af höndum unnið. En þeir, sem á jörðina yrlcja, eru ýmislega á vegi staddir, eigi síður en listamenn orðsins, hæfileikarnir mis- jafnir, aðstaðan — og árangurinn. Hér hefur skáld starfs- ins náð góðum tökum á miklu viðfangsefni og heppnazt með ágætum vel. Miklar sögur gengu fyrrum af íslenzkum landnámsmönnum í Vesturheimi, sem komu sér upp afarstórum og gagnauðug- um búgörðum á kornsléttunum miklu eða í skógunum við vötnin. Slík ævintýr gerðust mörg þar í landi um og eftir síð- ústu aldamót. Ævintýr eru með ýmsum hætti, ágæt eða miður góð listaverk, og allur samanburður viðsjáll. Þó get ég ekki látið vera að efast um það, að nokkurt hinna amerísku ævintýra taki því fram, sem gerðist samtímis í þessari fá- tækustu og níddustu sveit landsins — sem var. III. Tvö skáld. Leiðin frá Hamraendum að Stapa er hvorki löng né tor- sótt, hægt farin hálfrar annarrar klukkustundar reið, eða þar um bil. Þetta er leiðin úr mannheimum í álfheiina, her cr ekki lengra á milli en svo. Við þræðum reiðgöturnar út með sjónum í stefnu á Stapafell, þessa furðulegu hamrasmið við rætur jökulfjallsins, með blásvörtum, sléttfeljdum skriðu- þiljum hið neðra, en hrikalegum bergburstum hið efra, með
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92

x

Andvari

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Andvari
https://timarit.is/publication/346

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.