Andvari - 01.01.1946, Blaðsíða 86
82
Jóhannes Áslcelsson
ANDVAIU
Mað það er (1). Sumarið 1917 kannaði Guðmundur G. Bárð-
arson, að tilhlutun ríkisstjórnarinnar, surtarbrand við Stein-
grímsfjörð og víðar. Hann safnaði miklu af steingervingum,
sem munu ekki enn vera ákvarðaðir til hlítar, en suma þeirra
sendi hann til prófessors A. G. Nathorsts í Stocholmi, þar á
meðal steingervinga frá Hrútagili í Mókollsdal. Prófessor
Nathorst ákvarðaði tvær beykitegundir frá þessum stað, fagus
antipofii Heer og fagus macrophylla Heer. Höfðu ekki áður
fundizt greinilegar menjar af beyki i surlarbrandslögunuin
islenzku (2).
Svo virðist sem fagus antipofii haí'i verið allútbreidd um
hin norðlægari lönd á öndverðu tertiertimabili. Hennar er
aetið úr jarðlögum þess tímabils frá Japan, Sakhalin, Siberíu,
Grænlandi og Alaska (3). Nánustu núlifandi ættingjar virð-
ast vera amerísku beykitrén, fagus ferruginea Ait.
Næst algengast af steingervingunum í Þórishlíðarfjalli er
blað það, sem sýnt er á 3. mynd. í aðalatriðum líkist það blað-
inu af fagus antipofii Heer, því sem að ofan er lýst, og verið
getur, að hér sé um blað sömu tegundar að ræða. Þó er
nokkur munur á. Blaðka j)essa síðarnefnda mjókkar ekki eins
ört niður að stilknum eins og hún gerir á fyrrnel'nda blaðinu,
hún er altennt og tennurnar sltýrari, þó að smáar séu. Hliðar-
strengirnir eru færri og allir stakstæðir á miðrifinu. Við
samanburð á þessu blaði og þeim lýsingum og myndum af
tertierum plöntusteingervingum, sem ég hef aðgang að,
virðist samræmið bezt við fagus deucalionis Heer. t þessu
samband: er rétt að benda á, að sjöundi hliðarstrengur
blaðsins, hægra megin á myndinni. er tvíklofinn. Sennilega
cr hér ekki um tegundar- eða afbrigðiseinkenni að ræða, en
merkilegt verður að teljast, að blöð, sem talin eru af þessari
beykitegund, bæði frá Grænlandi (3) og Alaska (3), sýna
sama einkennið, tvíklofinn hliðarstreng.
Svo yfirgnæfandi meðal steingervinganna í Þórishlíðar-
fjalli eru þessi beykiblöð, að þeirri hugsun verður ekki varizt,
að hér sé um menjar allmikils beykiskógar að ræða, sem