Andvari

Árgangur

Andvari - 01.01.1946, Blaðsíða 30

Andvari - 01.01.1946, Blaðsíða 30
26 Þorkell Jóhannesson ANDVARl margra vertíða, greipagleiðir, sæbarðir og veðurbitnir, róm- digrir ai' að þreyta raust við storma og svarrandi brim, þung- slígir, fálálir og kaldir í geði. í för með þeim slæddust ungir sveinar með vaxtarþrá í brjósti, sárljúfa eftirvæntingu mann- rauna og happa. Úti á Hellisvöllum, í Dritvík, Bervík, á Önd- verðanesi, Gufuskálum eða Hjallasandi beið þeirra nýr heimur, þessara drengja innan úr Hnappadal, af Mýrum, úr dölum Borgarfjarðar. Hér var þeirra víking, skólinn milcli, er kenndi karlmennsku, æfði þol, þrek og krafta þeirra, sem veigur var í, en fleygði hinum eins og brotinni ár eða fún- um færisspotta. I þessuin skóla gat hálfdrættingurinn orðið formaður, víkingaforingi. Nafn hans gat öðlazt þann hljóm í eyrum þrautreyndra, skinnstakkaðra sægarpa, að hættan og erfiðið þokuðu um set í þeirra söltu sálum, rýmdu fyrir æðru- lausu, ósleitilegu kappi í sókninni á hendur svolalegum vetr- arsænum í vissri von um heill og höpp. Slíkan draum höfðu flestir hinir gömlu seggir eitt sinn alið í brjósti, en dagar draumanna voru jieim löngu í-sæ sokknir. Óró og bráðlæti hálfdrættinganna, nýliðanna, snerti þá ekki lengur. Skip- rúmið beið þeirra, meðan fjölin gat flotið, og vonandi gæfi drottinn fisk i meðallagi eða betur að þessu sinni. Þeim ligg' ur ekkert á, sem gefur gaum að tímanum og heldur leiðar sinnar sleitulaust, í réttum áföngum, gerir hvorki að slórn né steðja. Bráðlæti og feigðarflan á löngum samleið. Nei. bér lá ekkert á. En líkast til myndi ekki úr vegi að hafa vcl blautan sjóvettling lil taks, þegar þessir drengir, þessir aum- ingjar, kæmi út á Dritvíkurmið í þægilegum rugglanda eftir tveggja daga stóra-sunnan! — Ekkert hressir betur sansana hjá sjóveiku formannsefni en vel úti látið kjaftshögg af renn- votum og slorugum sjóvettling, þvuh. — Sá, sem leggur leið sína út í Breiðuvík um götuslóðana i klappirnir í Búðahrauni, er aldrei einn á ferð. SvipþyrpinS hins liðna skilur aldrei við hann, fylgir honum trúlega eftn alla leiðina. Þessi ævaforni vegur er öllum öðrum framar vígður þrotlausri baráttu þjóðarinnar fyrir lífi sínu. Fleni áttu erindi út í verstöðvarnar miklu en lestrekarnir og vei-
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92

x

Andvari

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Andvari
https://timarit.is/publication/346

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.