Andvari

Árgangur

Andvari - 01.01.1946, Blaðsíða 25

Andvari - 01.01.1946, Blaðsíða 25
andvari Sigurður Eggerz ‘21 frá ræðn, er hann hélt eitt sinn fyrir minni séra Matthíasar Joehumssonar. Ræðan fjallaði um þann höfund, sem í öll- um greinum hefði yfirburði yfir Matthías. Hæfilega óljóst var talað, og tók hið aldna skáld heldur að ókyrrast undir svo óvenjulegri skálaræðu. En í ræðulok kom lausnin, meira en viðunandi fyrir skáldmæringinn. Hinn mikli höfundur, sá eini, er var Matthiasi meiri, var: guð almáttugur. hað biður síðari tíma að dæma til fullnustu um stjórnar- störf Sigurðar Eggerz, önnur embættisstörf hans og þing- störf. Hann sætti stundum hörðum dómum eins og allir aðrir, sem við stjórnmál fást. En aldrei glataði hann vinsældum sínum og vart mun hann hafa átt nokkurn óvildarmann. Hann var að eðlisfari fyrst og fremst hugsjónamaður. Sjálf- slæðismálið var hans aðalhugsjónamál. Sú hugsjón er nú orðin veruleiki, og munu þá fáir vilja ásaka þá, er héldu merkinu hæst á iofti. Þeirra hlutverk var mikið. En hina ber að visu einnig að muna, sem kepptu að öðrum leiðum að sama marki og lögðu í kyrrþey steina í grunninn. Sigurður hlaut að vonum mörg heiðursmerki. Þau voru þessi: Kommandörkross og stórkross Dannebrogsorðunnar, stórkross Fálkaorðunnar, stórkross hinnar ítölsku Mauritius- orðu og stórkross portúgölsku Iiristsorðunnar Sigurður kvæntist 2. júlí 1908 Solveigu Kristjánsdóttur, dómstjóra, Jónssonar, hinni ágætustu konu. Var hjónaband þeirra mjög ástríkt og heimili þeirra friðsæll reitur, hversu sein stormar stjórnmálanna dundu úti í frá. Frú Solveig lifir mann sinn, ásamt tveimur börnum þeirra, en þau eru: Pétur, cand. jur., sendiráðsritari í London, og Erna, bankaritari í Utvegsbankanum í Reykjavík. Þegar Sigurður lét af embætti, sjötugur, 1. marz 1945, var bonuin og frú hans haldið veglegt samsæti á Akureyri. Var þeim fært að gjöf fagurt málverk frá Eyjafirði, eftir Jón Þorleifsson listmálara. Heillaóskaskeyti bárust víðs vegar að. Þorsteinn M. Jónsson, skólastjóri, fyrrv. alþm:, flutti ræðu iyrir minni Sigurðar, en Pétur Jónsson læknir fyrir minni frú Solveigar. „Heiðursgesturinn svaraði öllum af hinni al-
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92

x

Andvari

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Andvari
https://timarit.is/publication/346

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.