Andvari

Árgangur

Andvari - 01.01.1946, Blaðsíða 23

Andvari - 01.01.1946, Blaðsíða 23
ANDVAni Siguröur Eggerz 19 lendar og erlendar, sem heillað hafa hugi þeirra. Sú frásögn er líkust skröksögu, en þó söguleg staðreynd, að af sex kunn- ustu blaðamönnum í Reykjavík um og eftir aldamótin síð- ustu voru fimm snillingar á íslenzkt mál — þrír þeirra jafn- framt vinsæl eða ágæt skáld — og sá sjötti stórvirkur fræði- maður. Fyi'sti innlendi ráðherrann, Hannes Hafstein, var eitt af helztu þjóðskáldum vorum um sína tíð. Verður stjórnmálunum því varla fundið það til foráttu, hvað sem eila má um þau segja, að þau hafi slitið menn sina úr tengsl- um við aðra þáttu menningar og þjóðlifs. Þess ér áður getið, að Sigurður Eggerz var áhugamaður um bókmenntir og stundaði ljóðagerð á háskólaárum sínum. Áhugi hans um þessi efni hélzt óskertur alla ævi og kom oft og víða fram. Hann naut sín bezt sem ræðumaður, er hann gat brugðið skáldlegum blæ yfir málefnin. Fór einkum vel á því, er hann ræddi um sjálfstæðismálið, sem var i eðli sínu tilfinningamál að öðrum þræði. Sökum annríkis þess og ónæðis, er embættisstörf hans höfðu i för með sér, hlutu rit- störf hans lengst af að vera stopul ígripaverk. Hann ritaði þó allmargt blaðagreina á þeim árum, er hann sinnti stjórn- málum mest. Á seinni árum, eftir að hann var hættur þing- störfum, tók hann að gefa sig miklu meira að ritstörfum, einkum leikritagerð. En skáldrit hans, sem mér er kunnugt um, eru: Sýnir (ritgerðir, ljóðmæli, ræður). Enn fremur 4 leikrit: Það Iogar yfir jöklinum, Rvík 1937. Líkkistusmiðurinn, Akureyri 1938. Pála, Akureyri 1942. í sortanum. Um eitt þessara leikrita segir nafnkunnur ritdómandi m. a.: „Styrkur þessa leikrits liggur ... í hinni ljóðrænu feg- urð, sem hvílir yfir atvikunum og orðalagi persónanna". (Sldrnir, 113. árg., bls. 321). Svipaða dóma hlaut þetta leik- rit hans og önnur hjá öðrum ritdómendum. Mjög vinsælt er kvæði Sigurðar: „Alfaðir ræður“, ort út af slysi, er varð í
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92

x

Andvari

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Andvari
https://timarit.is/publication/346

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.