Andvari

Årgang

Andvari - 01.01.1946, Side 40

Andvari - 01.01.1946, Side 40
36 Tvö skáld ANDVAUI þjáningu, og alltaf undrasmátt í keppni sinni að markmiðuni, sem aldrei nást. Aldrei. — Sjónhverfing tímans, blekking hins líðandi og liðna, er voldug og leyfir engum að slcyggnast undir hönd sér andar- taki lengur. Kippkorni utan við þessa á, í túnunum á Stapa, grær grasið yfir rústum af hátimbruðu setri valdsmannanna á þessurn hjara um hundruð ára. Amtmannssetrið, bernsku- heimili litla drengsins á berjamónum, er horfið, máð af jörðinni. Kaldrifjuð og reikningsglögg valdsmennskan, ofjarl lítilmagna fiskikarla og blendinna kotungs-rímara, hefur þokað um set, gleymd, dauð. Blekking tímans, sem slær huldu á allt lifað og liðið, lætur sig litlu muna um það, sem meira er. Og þó eru valdi hennar takmörlc sett. Strönd útskagans geymir tvær vallgrónar þústir, sína hvorum megin við hrika- legt apalhraun. Hæli fátæklingsins og setur valdsmannsins hafa lotið lögmáli gleymskunnar. En óljós geðhrif ungs drengs á berjamó eru jafn fersk i dag og fyrir fimmtíu árum, fyrir hundrað árum. Meðan grasið grær á sighum jiústum og sokknum leiðum, geymir lítið kvæði minninguna um tvö skáld.

x

Andvari

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Andvari
https://timarit.is/publication/346

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.