Andvari

Volume

Andvari - 01.01.1946, Page 25

Andvari - 01.01.1946, Page 25
andvari Sigurður Eggerz ‘21 frá ræðn, er hann hélt eitt sinn fyrir minni séra Matthíasar Joehumssonar. Ræðan fjallaði um þann höfund, sem í öll- um greinum hefði yfirburði yfir Matthías. Hæfilega óljóst var talað, og tók hið aldna skáld heldur að ókyrrast undir svo óvenjulegri skálaræðu. En í ræðulok kom lausnin, meira en viðunandi fyrir skáldmæringinn. Hinn mikli höfundur, sá eini, er var Matthiasi meiri, var: guð almáttugur. hað biður síðari tíma að dæma til fullnustu um stjórnar- störf Sigurðar Eggerz, önnur embættisstörf hans og þing- störf. Hann sætti stundum hörðum dómum eins og allir aðrir, sem við stjórnmál fást. En aldrei glataði hann vinsældum sínum og vart mun hann hafa átt nokkurn óvildarmann. Hann var að eðlisfari fyrst og fremst hugsjónamaður. Sjálf- slæðismálið var hans aðalhugsjónamál. Sú hugsjón er nú orðin veruleiki, og munu þá fáir vilja ásaka þá, er héldu merkinu hæst á iofti. Þeirra hlutverk var mikið. En hina ber að visu einnig að muna, sem kepptu að öðrum leiðum að sama marki og lögðu í kyrrþey steina í grunninn. Sigurður hlaut að vonum mörg heiðursmerki. Þau voru þessi: Kommandörkross og stórkross Dannebrogsorðunnar, stórkross Fálkaorðunnar, stórkross hinnar ítölsku Mauritius- orðu og stórkross portúgölsku Iiristsorðunnar Sigurður kvæntist 2. júlí 1908 Solveigu Kristjánsdóttur, dómstjóra, Jónssonar, hinni ágætustu konu. Var hjónaband þeirra mjög ástríkt og heimili þeirra friðsæll reitur, hversu sein stormar stjórnmálanna dundu úti í frá. Frú Solveig lifir mann sinn, ásamt tveimur börnum þeirra, en þau eru: Pétur, cand. jur., sendiráðsritari í London, og Erna, bankaritari í Utvegsbankanum í Reykjavík. Þegar Sigurður lét af embætti, sjötugur, 1. marz 1945, var bonuin og frú hans haldið veglegt samsæti á Akureyri. Var þeim fært að gjöf fagurt málverk frá Eyjafirði, eftir Jón Þorleifsson listmálara. Heillaóskaskeyti bárust víðs vegar að. Þorsteinn M. Jónsson, skólastjóri, fyrrv. alþm:, flutti ræðu iyrir minni Sigurðar, en Pétur Jónsson læknir fyrir minni frú Solveigar. „Heiðursgesturinn svaraði öllum af hinni al-

x

Andvari

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Andvari
https://timarit.is/publication/346

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.