Andvari

Volume

Andvari - 01.01.1946, Page 34

Andvari - 01.01.1946, Page 34
30 ÞorkeJl Jóliannesson ANDVARI skyldulið þeirra mikla önn og erfiði að skapa slíkt setur úr auðn. En um hitt fer ég nærri, eftir að hafa gengið um garða með þeim hjónum litla stund þennan fagra sumarmorgun, hversu hjartfólginn þeim var þessi staður og samofinn öllu lífi þeirra í blíðu og stríðu. Því að bóndinn, landneminn, er ekki einungis verkamaður, sem vinnur fyrir lcaupi — litlu eða viðunanlegu: Hann er skáld, höfundur. Allt, sem þú sérð hér, var einu sinni draumur, hugmynd, draumur um nytsemd, um fegurð, sem krafðist framkvæmdar. Og það er ekki á allra færi að skapa fagurt býli. Til þess þarf ekki aðeins elju, þrek og dug, heldur sköpunargáfu. Því að fagurt býli er ekki sam- safn dagsverka, þótt svo sé oft metið. Fagurt býli er lista- verk, andlegt afrek, eigi síður en eljunarverk af höndum unnið. En þeir, sem á jörðina yrlcja, eru ýmislega á vegi staddir, eigi síður en listamenn orðsins, hæfileikarnir mis- jafnir, aðstaðan — og árangurinn. Hér hefur skáld starfs- ins náð góðum tökum á miklu viðfangsefni og heppnazt með ágætum vel. Miklar sögur gengu fyrrum af íslenzkum landnámsmönnum í Vesturheimi, sem komu sér upp afarstórum og gagnauðug- um búgörðum á kornsléttunum miklu eða í skógunum við vötnin. Slík ævintýr gerðust mörg þar í landi um og eftir síð- ústu aldamót. Ævintýr eru með ýmsum hætti, ágæt eða miður góð listaverk, og allur samanburður viðsjáll. Þó get ég ekki látið vera að efast um það, að nokkurt hinna amerísku ævintýra taki því fram, sem gerðist samtímis í þessari fá- tækustu og níddustu sveit landsins — sem var. III. Tvö skáld. Leiðin frá Hamraendum að Stapa er hvorki löng né tor- sótt, hægt farin hálfrar annarrar klukkustundar reið, eða þar um bil. Þetta er leiðin úr mannheimum í álfheiina, her cr ekki lengra á milli en svo. Við þræðum reiðgöturnar út með sjónum í stefnu á Stapafell, þessa furðulegu hamrasmið við rætur jökulfjallsins, með blásvörtum, sléttfeljdum skriðu- þiljum hið neðra, en hrikalegum bergburstum hið efra, með

x

Andvari

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Andvari
https://timarit.is/publication/346

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.