Andvari - 01.01.1890, Síða 8
II
Til þess þyrfti einnig allmikinn undirbúning, svo setn
aö kynna sér bréf, bæði þau, er hann reit, og þau, er
lionum bárust, sömuleiðis gerðabækur ýmsra félaga og
margt fieira. J>etta hefl ég ekki getað gert enn. Ber
til þess, auk annars, annir mínar og ódugnaður, og að
nokkru það, að ég er eigi búsettur nógu nærri þeim
stöðvum. þar sem slíks er heizt að leita. Eg hefi því
að svo komnu, eigi annað að bjóða en mjög ófullkomið
og ónákvæmt ágrip.
Jón Sigurðssón er fæddur að Gautlöndum í Mývatns-
sveit 11. dag maímánaðar 1828. |>ar bjuggu þá for-
eldrar hans, Sigurður Jónsson og Kristjana Aradóttir;
var hún síðasta kona Sigurðar. Sigurður hafði átt börn
allmörg með hinum fyrri konuin sínum — alls átti
hann 23 börn — lifðu nokkur þeirra til elli og eru
allmargir afkomendur þeirra á ýmsum stöðum í þessu
héraði. f>au Sigurður og Kristjana áttu saman börn
mörg; komust engin þeirra á legg, heldur dóu þaujafn-
ótt. Jón var hið síðasta barn þeirra, og nninu menn
eigi hafa búizt við, að honum yrði langra lífdaga auðið,
fremnr en liinum öðrum börnum þeirra. Enda var liann
skírður samdægurs í kirkju og er þó eigi allskammt frá
Gautlöndum til kirkjunnar að Skútustöðum. Kerling
ein gamalóra var á Gautlöndum, er Jón fæddist; hún
mælti, þá er hún sá sveinninn: »Væri óg guð, skyldi
ég láta þennan dreng lifa«.
Sigurður faðir Jóns var á sinni tíð tilkvæmdamaður
mikill. Hann var góður búmaður og vel við efni alla
æli. Greindui' var hann og fróður, stilltur og ráðsvinn-
ur. Hann var einkar nærfærinn við sjúka, og var lians
allmjög leitað sem læknis og þótti vel gefast. Áður en
hann flutti að Gautlöndum, bjó hann að Lundarbrekku
í Bárðardal. Var þar í Bárðardal ætt hans og uppruni.
Ætt Jóns Sigurðssonar er rakin í Tímariti JónsPéturs-