Andvari - 01.01.1890, Page 14
VIII
fleiri. J>eir fylgdu sem fastast fram skoðunum sínum í
blaðagreinum og á mannfunduin og liugðust mundu koma
sér eða sínum mönnum að til pingmennsku. J>að dugði
pví eigi að skipa par smámennum móti, ef vel ætti að
fara. |>á tóku peir sig saman, Jón Sigurðsson og Bene-
dikt Sveinsson, og buðu sig báðir frarn til pingmennsku
í Ej’jaiirði. Stóð á Akureyri um vorið einn hinn snarp-
asti kjörfundur, sem haldinn belir verið bér á landi.
Lauk svo, að peir Jón og Benedikt unnu hinn frægasta
sigur, voru kosnir með hart nær tveim hundruðum at-
kvæða bvor. Síðan var Jón pingmaður Eyfirðinga til
pess er liann dó innan takmarka pess kjördæmis, pá
staddur á ferð til alpingis.
í’egar á alpingi 1859 fékk Jón mjög gott orð fyrir
framkomu sína alla á pinginu. Sveinn Skúlason, er pá
var alpingismaður og ritstjóri blaðsins »Norðra«, ritaði
í blaði sínu dóm um alpingismenn; lofar hann Jón og
telur hann hið vænlegasta pingmannsefni. |>að leið
heldur eigi á löngu, að hann tæki að hafa mjög mikil
áhrif á pingmál, bæði á pingi og einnig, og pað ekki
síður, heima 1 héraði. Hvatti liann menn mjög til að
íliuga pingmál og taka pátt í peim eftir föngum. Hann
átti mjög opt fundi með kjósendum sínum, og innrætti
peim á ýmsan hátt, liversu nauðsynlegt pað er, og
hversu eðlilegt og sjálfsagt, eftir peim kröfum um inn-
lenda stjórn er íslendingar hafa jafnan gert, að allir,
eða sem flestir, geri sjer ljóst, hvað hér er um að ræða
og liver er afstaða málanna í hvert skifti. J>að er óhætt
að pakka pað framgöngu hans og fylgi fremur en nokk-
urs annars manns, hvé mikið fylgi uppástungan um stofn-
un |>jóðvinafélagsins fékk hér í Jnngeyjarsýslu; en pað,
að uppástungan fékk svo mikið fylgi hér, varð aptur til
pess, að J>jóðvinafélagið var stofnað fyrir fullt og allt.
Eg hefi. séð bréf, er Jón reit málsmetandi mönnum í
liverri sókn kjördæmisins um pær mundir, og sést ljós-
lega af pví, hve mikið áhugamál honum hefir verið, að