Andvari - 01.01.1890, Page 15
IX
félagið gæti efizt, og bverja þýðingu hann hugði pað
mundi hafa fyrir framgang peirra mála, er stutt geta
að framförum vorum. Hann lét sér og ávallt annt um
Jjjóðvinafélagið, og jafnvel pótt honum pætti það um
stund liverfa nokkuð frá hinum upphafiega aðaltilgangi,
að vinna fyrir framgaugi stjórnarbótarmáls vors, hélt
liann þó uppi heiðri pess og hag.
Hann sparaði hvorki tíma sinn né krafta til að vinna
það, er hann áleit sér skylt að gera sem þingmaður.
Sem dæmis má geta þess, að hann sótti alla þá þing-
vallafundi, sem haldnir voru eftir að hann varð þing-
maður. Hann boðaði Jjingvallafundinn 1885. — Urðu
rnenn þá svo vel við, að menn voru kosnir til fundar-
ins í ðllum kjördæmum landsins. Þess fnndar mun
verða lengi getið, því að þá voru alvarlega teknar upp
á ný stjórnarhótakröfur vorar, þær'er síðan hefir verið
fram haldið. Askoranir til landsmanna, um að eiga
fund á Jjingvöllum 1888, hófust einnig í þessu héraði,
og var það þá enn Jón, sem vann þar mest og beztað.
J>að er annars óþarfi, að fara hér mörgum orðum um
Jón sem þingmann. J>ingmennska lians er þjóðkunn og
þjóðfræg. Hygg ég það eigi ofmælt, að engum þing-
manni hafi alþjóð íslendinga treyst jafnvel sem honum,
síðan Jón eldra Sigurðsson leið. Samskonar traustbáru
þingmenn sjálfir til hans. Var hann kosinn varaforseti
neðri deildar 1877 og forseti neðri deildar 1879 og síð-
an á hverju þingi, nema 1885.
Stjórn og yfirboðarar báru einnig hið bezta traust til
Jóns; lýsti það sér oft og i mörgu. J>ess hefir verið
áður getið, að hann var skipaður hreppstjóri 1857. Hann
var settur sýslumaður 1861 og gongdi þá sýslumanns-
störfum í Jjingeyjarsýslu hér um bil eitt ár, í umboði
J>orsteins Jónssonar Kanselliráðs og sýslumanns. Arið
1868 var hann aftur settur sýslumaður og rak þá sýsl-
una nær árlangt á eigin ábyrgð að öllu leyti. 26. dag