Andvari - 01.01.1890, Side 31
9
mann hjer á landi, er hefði hina æðstu' stjórn á hcndi,
og ráðgjafa, er liefði lagaábyrgð fyrir alþingi (Alp.tíð. 1871
II. bls. 636—638).
í varauppástungunni keinur fyrst fram jarlshugmynd-
in, og pað var hún, sem gekk fram á alpingi 1873.
Eptir frumvarpinu 1873 var farið fram á, að skipaður
yrði jarl hjer á landi, er tæki sjer ráðgjafa, er liefðu
ábyrgð á landstjórninni, (Alp.tíð. 1873 bls. 266).
Menn sjá af pessu, að margar hafa verið tillögurnar
um skipun hinnar æðstu stjórnar: erindsreki í Khöfn
og ráðgjafar hjer á landi, ráðgjaíi í Khöfn og landstjórn
lijer á landi, ráðgjaíi Khöfn og landstjóri hjer á landi,
erindsreki í KHofn og landstjóri hjer á landi og loks
jarl hjer á landi með ráðgjöfum. þó eru ótaldar til-
lögur stjórnarinnar. Arið 1867 vildi stjórnin, að kon-
ungur tæki sjer ráðgjafa í Khöfn, en skipaði landstjóra
lijer á landi, er hefði stjórnarráð sjer við hlið, par sem
hinir æðstu einbættismenn ættu sæti og tveir pjóðkjörn-
ir pingmenn, en ráðgjafinn einn skyldi hafa ábyrgð
fyrir alpingi, (Alp.tíð. 1867 II. bls. 12—15 og39—42).
Arið 1869 fór stjórnin aptur á móti fram á pað, að
konungur tæki sjer ráðgjafa, en skipaði ábyrgðarlausan
landstjóra lijer á landi, er ekkert stjórnarráð hefði, (Alp.
tíð. 4869 II. bls. 21). pessu bjelt stjórnin einnig frain
á alpingi 1871 (Alp.tíð. 1871 II. bls. 8), og pað var
pessi ákvörðun, sem sett var í stjórnarskrána 1874.
það er engin pörf á að ræða um, hvað athugavert
er við pessar tillögur; pess skal að eins getið, að best af
peim er óneitanlega tillagan um jarlinn, sem kernur fyrst
fram 1871, sem varatillaga, ogsem aðaltillaga 1873, enlökust
allra er sú ákvörðunin, sem sett var í stjórnarskrána 1874.
Endurskoðun stjórnarskrárinnar var fyrst hreyft á al-
pingi 1881 og var par farið fram á, að hafa landshöfð-
ingja einn, sem ráðgjafa konungs og landsstjóra hjer á
landi; var pví gjört ráð fyrir að hann hefði ferðalög
milli íslands og Kaupmannahafnar (Alp.tíð. 1881 I.