Andvari - 01.01.1890, Blaðsíða 42
20
lionungur færi að beita slíku, nema hin brýnasta nauð-
syn væri til, þá gætu fáir ráðgjafar tekið að sjer að
vera i ráðaneytinu , þess konar aðferð > mundi
gjöra hinni innlendu stjórn svo mikla óvirðing, að hún
mundi ekki geta haldið áfram stjórninni, er því auðsætt,
að hin innlenda stjórn getur tryggt landið gagnvart
allri vanbrúkun á þessu valdi.
Ef ákvæðum hinna eldri frumvarpa um, að konungur
eða landstjóri staðfesti lögin, er haldið, verður afleiðing-
in sú, að lagastaðfestingin fer líklega ávallt fram í Khöfn,
og einn af ráðgjöfunum hefði iíklega venjulega verið í
Khöfn; ef aptur á móti er haldið ákvæðum frumvarpsins
frá síðasta þingi, þá verður afleiðingin sú , að lögin
verða nær ávallt staðfest innanlands, eins og á sjer stað
1 nýlenduríkjum Bntiveldis. Fyrir því tel jeg ákvæðin
í frumvarpinu frá síðasta þingi holiari og betri fyrir
landið, heldur en ákvæðin um þetta efni í frumvarpinu
frá 1885.
pess má geta, að landstjórinn á vesturindversku eyj-
um Dana getur bæði staðfest lög til bráðabirgða og
gefið út bráðabirgðarlög í nafni konungs, þegar brýn
nauðsyn krefur, enda hefur þessi landstjóri í fleiru
meira vald, en landshöfðingi hjer á landi (Nýlendulög
27. nóv. 1863, 3. og 4. gr.).
Samkvæmt öllum stjórnarskrárfrumvörpum alþingis
getur konungur einn staðfest breytingar á stjórnar-
skránnii
Látum vjer svo útrætt urn lagastaðfestingarvaldið, en
viljum nefna tvö nýmæli í frumvarpinu frá síðasta þingi,
er ekki voru í frumvarpinu 1885. Annað nýmælið
er um bráðabirgðalög almennt, og er með því skýrt á-
kveðið, að þau skuli falla úr gildi, nema næsta alþingi
á eptir samþykki þau. Hitt nýmælið miðar til þess að
tryggja fjárveitingarvald alþingis, og er með því bannað
að gefa út bráðabirgðarfjárlög fyrir það fjárhagstímabil, er
fjárlög eru samþykkt fyrir af alþingi. X,a^ er Pannifl